fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Reyndi að stela flugvél til að komast til Svæðis 51 – Ætlaði að finna sannanir fyrir tilvist geimvera

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. desember 2021 07:00

Area 51.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var maður handtekinn á McCarran alþjóðaflugvellinum í Las Vegas í Bandaríkjunum en hann hafði reynt að stela flugvél þar. Hann er sagður hafa ekið glæsibifreið á girðingu til að reyna að komast inn á völlinn. Ætlun hans var að stela flugvél og fljúga til Svæðis 51 (Area 51) til sjá geimverur sem hann telur vera faldar þar.

Samkvæmt umfjöllun Unilad þá hafði maðurinn síðan í hótunum og sagðist vera með sprengju sem hann ætlaði að sprengja.

Lögreglan var kölluð á vettvang og þegar lögreglumenn höfðu uppi á manninum sagðist hann vera vopnaður og hefði í hyggju að fljúga til Svæðis 51 til að sjá geimverur sem væru þar í haldi.

Maðurinn verður væntanlega ákærður fyrir tilraun til hryðjuverks, hótanir og innbrot á bannsvæði.

Alríkislögreglan FBI var kölluð til vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið