Einstaklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Í tilkynningunni koma einnig fram bráðabirgðartölur um hve mörg greindust smituð af kórónuveirunni í gær en alls voru smitin 148 talsins, 3 af smitunum greindust á landamærunum. 67 voru í sóttkví við greiningu, 81 smit voru því greind utan sóttkvíar.
1.385 manns eru nú í einangrun vegna veirunnar en 2.113 manns eru í sóttkví.