fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Sigmundur segir að nýja ríkisstjórnin muni engu breyta – „Það eitt er víst“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 11. desember 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað ætlar endurnýjuð ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sér góða hluti á næstu árum og vitaskuld mun hún reyna að koma hlutum í verk sem verða landi og þjóð til framdráttar. En það er samt sem áður hætt við því að landsmenn sitji áfram uppi með gamla Ísland að kjörtímabilinu loknu.“

Svona hefst pistill sem Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, skrifar í Fréttablaðinu í dag. Pistillinn ber yfirskriftina „Gamla Ísland“ og í honum talar Sigmundur um það sem honum finnst að enn eigi eftir að bæta hér á landi.

„Það verður nefnilega margt ógert. Og það er ekki bara vegna málamiðlabræðingsins sem stjórnarsáttmálinn er, heldur líka vegna eðlis þessara þriggja flokka sem hafa afráðið að festa í sessi pólitískan ómöguleika í landinu, en allir óttast þeir breytingar, af ástæðum sem ýmist má rekja til afturhalds, ofríkis eða hreinnar og klárrar nesjamennsku,“ segir hann.

Þá nefnir Sigmundur dæmi um þær breytingar sem hann efast um að ríkisstjórnin eigi eftir að gera. „Munar þar líklega mestu að 1.200 milljarða kvóti verður svo að segja ókeypis næstu fjögur árin, enda hefur það verið verðugt verkefni um árabil að milda álögur á mestu forréttindagreinina í íslensku atvinnulífi,“ segir hann.

„Forkólfar hennar treysta sér ekki til að greiða markaðsvirði fyrir aðgang sinn að sameiginlegri auðlind landsmanna, sem raunar erfist nú í boði stjórnvalda til næstu kynslóða kvótahafa, svo langt er nú seilst í súrrealískri gjafmildinni.

Á eftir kvótanum talar Sigmundur um bændurna. „Áfram verða bændur landsins í fátæktargildru ríkisvæddrar bóndabeygju, sem getur ekki hugsað sér viðskiptafrelsi á sviði matvælaframleiðslu heldur einblínir á opinbera verðlagningu og framleiðslustýringu,“ segir hann.

Næst ræðir Sigmundur um niðurgreiðslu rafmagns til erlendra álrisa. „Áfram verður rafmagnið miklu fremur niðurgreitt til erlendra álrisa sem komast hjá skattgreiðslum hér á landi, í stað þess að lækka rafmagnskostnað grænmætisbænda sem gætu ekki einasta mettað heimamarkaðinn, heldur og flutt afurðir sínar til útlanda.“

Að sjálfsögðu er ekki hægt að rökræða um það sem á að breytast hér á landi án þess að nefna krónuna og gleymir Sigmundur henni því ekki.

„Áfram verður heimilisofbeldi krónunnar látið viðgangast, enda allir flokkarnir elskir að minnsta gjaldmiðli í heiminum, þótt hann valdi árlega 200 milljarða króna aukakostnaði fyrir heimilin í landinu – og gott betur, því fyrirtækjunum blæðir líka, í tuga prósenta gengissveiflum og munu áfram flýja land, ellegar gera upp í erlendri mynt, sem fyrirtækin hafa þó fram yfir fólkið í landinu,“ segir hann.

Að lokum fer Sigmundur yfir húsnæðismarkaðinn. „Hversu miklar líkur eru á að þriggja flokka stjórnin færi heimilunum mestu kjarabótina sem í boði er? Engar. Unga fólkið á Íslandi mun rétt eins og foreldrarnir og afarnir og ömmurnar, halda áfram að borga íbúðirnar sínar þrisvar eða fjórum sinnum vegna vísitöluvitleysunnar og vaxta sem aðrar þjóðir í álfunni myndu aldrei sætta sig við,“ segir hann.

„Gamla Ísland mun festa sig í sessi næstu fjögur árin. Það eitt er víst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum

Flugslysið hörmulega: Ákvað að fara fyrr heim til að komast á stefnumót með kærastanum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Í gær

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“

Sakar RÚV um fúsk og óvönduð vinnubrögð- „Hvað næst RÚV?“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“