Elísa Gróa Steinþórsdóttir var valin Miss Universe Iceland í haust en hún keppti fyrir Íslands hönd í Miss Universe keppninni í gær. Keppnin í ár fer fram í Eilat í Ísrael.
Elísa Gróa er 27 ára dansari, förðunarfræðingur og flugfreyja. Hún er úr Garðabæ og stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands.
Það mætti segja að hún sé reynslubolti þegar kemur að fegurðarsamkeppnum. Í ár tók hún þátt í Miss Universe Iceland í fjórða skipti en hún hefur einnig áður tekið þátt í Ungfrú Ísland. Ljóst er að reynslan skilaði árangri að lokum.
„Þetta er það. Í kvöld er eitt mikilvægasta kvöld lífs míns til þessa,“ skrifaði Elísa á Instagram-síðu Miss Universe Iceland í gær. „Ég get ekki komið því í orð hvað ég finn fyrir miklu þakklæti og stolti að vera fulltrúi Íslands á Miss Universe sviðinu. Þetta er búið að taka langan tíma og ég er búin að undirbúa mig fyrir þetta augnablik um árabil.“
Miss Universe Iceland deildi myndum og myndböndum af frammistöðu Elísu á Instagram-síðu sinni í gær. Ljóst er að fjölmargir hafa verið að fylgjast með frammistöðu Elísu í gær þar sem Story hjá Miss Universe Iceland var pakkað af endurbirtingum frá fólki sem horfði á keppnina.
Elísa steig á svið í þremur mismunandi klæðnuðum í gærkvöldi, þjóðbúningi, kvöldkjól og sundfötum. Hér fyrir neðan má sjá færslurnar sem Miss Universe Iceland deildi af frammistöðunni.
View this post on Instagram
View this post on Instagram
View this post on Instagram