fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Hópárás í miðbænum í nótt – Réðust á mann og rændu hann í Garðabænum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. desember 2021 09:07

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en alls voru 81 mál skráð. Töluvert var um ökumenn sem voru stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Þá var lögreglan kölluð út vegna hávaða alls 11 sinnum í nótt.

Í miðbæ Reykjavíkur í nótt réðust nokkrir menn á einn. Maðurinn sem ráðist var á var með minniháttar áverka eftir árásina en var fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þegar lögreglan mætti á svæðið voru árásarmennirnir farnir af vettvangi.

Leigubílstjóri sem staddur var í miðbænum fékk aðstoð frá lögreglu eftir að ölvaður maður sparkaði í bíl hans en minniháttar skemmdir urðu á bílnum.

í 108 Reykjavík gekk einstaklingur í mjög annarlegu ástandi eftir miðri akbraut í nótt. Lögreglan segir mildi að ekki hafi verið ekið á manninn en hann var óviðræðuhæfur og vildi ekki gefa upp hver hann væri þegar lögregla náði tali af honum. Hann var því vistaður í fangaklefa þangað til það rennur af honum.

Tilkynnt var um líkamsárás í Hafnarfirðinum í gær en þegar lögregla kom á staðinn var árásarmaðurinn horfinn á brott. Minniháttar áverkar voru á brotaþola. Þá var maður rændur í Garðabænum eftir að þrír einstaklingar réðust á hann, höfðu í hótunum við hann og tóku af honum verðmæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“