fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Borgin veitir allt að 116 milljónum aukalega til Hörpu – Vilja sambærilegt framlag frá ríkinu

Erla Hlynsdóttir
Föstudaginn 10. desember 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samþykkt var á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur að veita allt að 116 milljónir króna viðbótarframlag til Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss vegna COVID-19.

Fjárhagsáætlun Hörpu gerir ráð fyrir neikvæðri afkomu sem nemur rúmlega 252 milljónum króna og tók tillaga um viðbótarframlag mið af því. Tillagan var lögð fram af borgarfulltrúum Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna.

Gerður er fyrirvari um sambærilegt framlag ríkisins sem fer með 54% eignarhlut í Hörpu á móti Reykjavíkurborg sem fer með 46% eignarhlut. Þar sem um aukaframlag er að ræða til eins árs verði það fjármagnað með viðauka við fjárhagsáætlun í janúar 2022 af liðnum ófyrirséður kostnaður.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Tæplega 200 milljóna króna tap var af rekstri samstæðu Hörpu á síðasta ári vegna COVID-19, meðal annars vegna langvarandi lokana og tekjufalls. Tekjur Hörpu höfðu þá lækkað um 56% milli ára og námu í fyrra 537 milljónum króna, samanborið við 1,2 milljarð árið 2019. Viðbótarframlag frá Reykjavíkurborg og ríkinu nam í fyrra 278 milljónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Í gær

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar