Áður en þessi samningur tók gildi áttu farsímanotendur himinháa reikninga yfir höfði sér ef þeir leyfðu sér að nota farsíma sína utan heimalandsins. En með tilkomu samningsins gátu þeir óhræddi dregið símann upp erlendis og notað hann án þess að eiga á hættu að fá himinháan reikning.,
Samningurinn gildir fyrir öll 27 aðildarríki ESB og Ísland, Liechtenstein og Noreg. Bretland er ekki lengur með í samningnum enda hefur landið yfirgefið ESB.
Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdastjórn ESB þá hefur ókeypis reiki gjörbreytt farsímanotkun í álfunni. Sumarið 2019 var gagnanotkunin 17 sinnum meiri en sumarið 2016 en þá hafði samningurinn ekki tekið gildi og verðin því himinhá.