fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Biden reiknar með að senda bandarískar hersveitir til Evrópu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. desember 2021 08:00

Joe Biden - Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, átti í gær símafund með leiðtogum níu austurevrópskra NATO-ríkja. Hann sagði leiðtogunum að hann reikni með að senda bandarískar hersveitir til Evrópu og þá til ríkja sem eiga landamæri að Rússlandi. Ástæðan er mikill liðsafnaður Rússa við úkraínsku landamærin en talið er að Rússar hafi í hyggju að ráðast inn í Úkraínu.

Úkraína og fleiri ríki í Austur-Evrópu hafa beðið Bandaríkin um hjálp vegna liðsafnaðar Rússa við úkraínsku landamærin en þar eru nú 100.000 til 175.000 rússneskir hermenn auk mikils magns hergagna.

Úkraína er ekki meðlimur í NATO og því munu Bandaríkin ekki senda hersveitir þangað en öðru máli gegnir um hinna níu ríkjanna sem tóku þátt í fundinum í gær. „Við neyðumst líklega til að styrkja stöðu okkar í NATO-ríkjunum, ekki síst til að styrkja austanverð landamæri þeirra,“ sagði Biden.

Auk Biden tóku leiðtogar Búlgaríu, Tékklands, Eistlands, Ungverjalands, Lettlands, Litháen, Póllands, Rúmeníu og Slóvakíu þátt í fundinum sem stóð í um 40 mínútur.

Fyrir fundinn ræddi Biden við Volodymyr Zelenskij, forseta Úkraínu. Þeir ræddu hvernig Bandaríkin geta stutt Úkraínumenn í deilunum og átökunum við Rússa. Zelenskij sagði Biden að hann væri með „skýrar tillögur“ um hvernig væri hægt að endurvekja friðarferlið í Donbass í austurhluta Úkraínu en þar hafa uppreisnarmenn, hliðhollir Rússum, barist gegn úkraínska stjórnarhernum árum saman og njóta stuðnings Rússa.

Heimildarmaður í ríkisstjórn Biden sagði í síðustu viku við blaðamann Financial Times að Bandaríkin óttist að Rússar muni ráðast inn í Úkraínu snemma árs 2022. Þeir eru sagðir hafa í hyggju að ráðast fram með um 100 herdeildum með um 175.000 hermönnum auk skriðdreka, stórskotaliðs og öðrum búnaði. Vesturveldin hafa hótað Rússum refsiaðgerðum ef þeir ráðast á Úkraínu og segja að umfang þeirra verði svo mikið að Rússar hafi aldrei séð annað eins. Efnahagur þeirra muni skaðast mikið og gera þeim erfitt um vik að eiga í alþjóðlegum viðskiptum og samskiptum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK