fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Fjármálaráðherra hefur „ekki hugmynd“ um hvað stjórnarráðskapallinn kostar – Má gera ráð fyrir „hundruð milljóna“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 9. desember 2021 18:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, treysti sér á Alþingi í dag ekki til að segja hver kostnaðurinn er á bak við uppstokkun ráðuneytanna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, beindi fyrirspurn þess efnis til Bjarna undir liðnum Óundirbúnar fyrirspurnir.

Miklar breytingar voru gerðar á Stjórnarráði Íslands eftir að ný ríkisstjórn tók við og tvö ný ráðuneyti urðu til.

Bjarni svaraði Sigmundi svo: „Ég treysti mér ekki til að setja tölu á bak við það en það er ljóst að með því að stofna nýtt ráðuneyti, fleiri en eitt, þá mun verða kostnaður og hann getur hlaupið á hundruðum milljóna þegar upp er safnað fyrir fleiri en eitt ráðuneyti. Það getur vel verið niðurstaðan. En ég vænti þess að hægt sé að fara nánar ofan í saumana á þessu þegar þingsályktunartillaga um þetta efni verður lögð fyrir Alþingi. Það verður ekki stofnað nýtt ráðuneyti án þingsályktunartillögu. Þann kostnað finnst mér að við eigum að setja í samhengi við fjárlögin í heild og öll þau verkefni sem ríkið er að sinna.“

Inn í umræður þeirra blandaðist karp um fylgi flokkanna og sagði þá Sigmundur um Sjálfstæðisflokkinn og svar Bjarna: „Jafnvel þótt fylgið sé með því minnsta í sögu flokksins þá hafa þeir alla vega haft aðgang að kjötkötlunum og því að skipa mönnum í embætti. Eða er þetta ekki ríkisstjórnin sem á fáeinum árum hefur fjölgað opinberum starfsmönnum um níu þúsund og fækkað starfsfólki í einkageiranum um eitthvað svipað, hefur stórkostlega stækka báknið og aukið ríkisútgjöld og kynnir nú einhverjar svakalegar breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands sem hæstvirtur fjármálaráðherra hefur ekki hugmynd um hvað muni kosta?“

Bjarni sagði að nákvæmur kostnaður við að koma á fót nýjum ráðuneytum yrði ræddur þegar þingsályktunartillagan kæmi fram: „Ég segi bara fyrirfram að það má allavega gera ráð fyrir að því fylgi kostnaður upp á hundruð milljóna króna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris