fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Tíföldun flutningskostnaðar og allt að 340% hækkun á hrávörum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 07:59

Flutningskostnaður hefur hækkað mikið. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að hrávörur hafi hækkað um allt að 340% á árinu og flutningskostnaður á einum gámi frá Asíu hingað til lands hefur tífaldast. Þetta gerir mörgum íslenskum fyrirtækjum erfitt fyrir enda erfitt að takast á við hækkanir af þessu tagi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að auk verðhækkana valdi vöru- og aðfangaskortur ýmsum vandræðum. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) segir að þetta ástand leiði til hærri framleiðslukostnaðar, meiri verðbólgu víða um heim og kaupmáttarskerðingu heimilanna. „Þetta ástand tengist efnahagsbatanum í heiminum sem framboðshliðin hefur átt í erfiðleikum með að mæta,“ er haft eftir honum.

Verðbólga er nú 6,2% í Bandaríkjunum á ársgrundvelli og 4,9% á evrusvæðinu. „Þetta er mjög mikil verðbólga í sögulegu samhengi og yfir verðbólgumarkmiði bæði bandaríska og evrópska seðlabankans,“ er haft eftir Ingólfi.

Fram kemur í umfjöllun blaðsins að liþíum hafi hækkað um 340% á árinu og magnesíum um 153%. Verslunarmenn, sérstaklega í byggingariðnaði, segjast hafa lent í vandræðum vegna skorts á silíkoni og magnesíum.

Haft er eftir Ingólfi að timbur og stál hafi hækkað í verði, allt niður í smæstu skrúfur. Hann sagði að eftirspurn hafi orðið meiri en sem nemur framleiðslu- og flutningsgetu þegar efnahagslífið tók við sér á nýjan leik. Skortur á gámum hafi tafið flutninga á heimsvísu og flutningsverð hækkað. Frá upphafi heimsfaraldursins hefur verð á flutningi á 40 feta gámi frá Austur-Asíu til Norður-Evrópu nær tífaldast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris