fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Svona var lífið í Playboyhöllinni – „Leggjaopnari“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. desember 2021 06:03

Leikfélagarnir Heather Rae Young og Ashley Doris. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri heimildarmyndaþáttaröð verður ljósi varpað á hvernig lífið var í raun og veru í Playboyhöll Hugh Hefner og hvernig líf „leikfélaganna“ var. Þar giltu strangar reglur og „kynlífsefni“ voru ofarlega á dagskrá.

Þættirnir heita „Secrets of Playboy“ og verða teknir til sýninga á næsta ári. Nú þegar hefur verið skýrt frá nokkrum atriðum sem koma fram í þáttunum þar sem ljósi verður varpað á hvað gerðist á bak við luktar dyr. Margar af fyrrum „leikfélögunum“ (Playmates) koma fram í þáttunum og skýra frá upplifunum sínum.

„Hef lét sem hann notaði ekki eiturlyf en það var bara lygi. Hann tók methaqualone (það er sterkt róandi lyf, innsk. blaðamanns) þegar hann ætlaði að stunda kynlíf. Venjulega tók hann bara hálfa en ef maður tók tvær missti maður meðvitund,“ segir Sondra Theodora, sem er nú 64 ára en hún var „leikfélagi“ frá 1976 til 1981.

Hefner hélt því alltaf fram að hann notaði ekki eiturlyf né önnur lyf en það var ekki rétt samkvæmt því sem Theodora segir.

Hugh Hefner og Eugena Washington leikfélagi ársins 2016. Mynd:Getty

Notað sem „leggjaopnari“

Theodora segir einnig að methaqualone hafi verið notað til að koma „leikfélögunum“ í vímu svo þær yrðu viljugri í kynlífinu. Fjöldi starfsmanna í höllinni sá um að útvega lyfið svo alltaf væri nóg til af því til að gefa konunum þegar einhver vildi stunda kynlíf með þeim í samkvæmunum.

„Þetta var tæling og menn vissu að þeir gátu fengið konurnar til að gera næstum hvað sem þeir vildu ef þeir gáfu þeim methaqualone,“ segir Theodora.

Úr einu samkvæma Hefner í Playboyhöllinni. Mynd:Getty

Lisa Loving Barret, sem var starfsmaður í Playboyhöllinni frá 1977 til 1989 staðfestir þetta og segir að hún og aðrir starfsmenn hafi séð um að útvega lyfseðilsskyld lyf. „Við kölluðum methaqualone „leggjaopnara“. Það var ætlunin með því. Þetta var illnauðsynlegt til að geta djammað,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“

Tekist á um hár Ásu og dóttur hennar fyrir dómstólum og skilnaðurinn næstum frágenginn – „Það er kominn tími til að halda áfram með lífið“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf