fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Línurnar skýrast í borginni: Hildur skorar á Eyþór og ætlar sér að verða borgarstjóri

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 19:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir tilkynnti rétt í þessu að hún hyggðist gefa kost á sér í komandi oddvitaslag innan Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 nú rétt í þessu sem og á Facebook og Instagram síðu Hildar.

Hildur fór um víðan völl í viðtali sínu í Íslandi í dag og nefndi meðal annars að vinna þyrfti bug á því menningarstríði sem núverandi meirihluti í borgarstjórn hefði komið af stað og geisaði nú milli ólíkra póstnúmera í borginni og sagði ekkert því til fyrirstöðu að tækla málin héðan af þannig að fleiri séu sáttir með störf stjórnvalda í ráðhúsinu.

Í framboðstilkynningu hennar á Facebook segir:

Með sjálfstæðismönnum vil ég skapa borg sem virkar fyrir fólk og fyrirtæki. Höfuðborg sem setur fjölskyldur í forgang – skóla sem mæta fjölbreyttum þörfum og leikskóla sem tryggja inngöngu strax í kjölfar fæðingarorlofs. Ég vil borgarumhverfi sem styður við fjölbreytileika mannlífsins – og laðar að sér hæfileikafólk með úrvali atvinnutækifæra, lifandi menningu, spennandi búsetukostum og greiðum samgöngum fyrir alla.

Ég vil borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram og styður við hugmyndaauðgi og verðmætasköpun. Umhverfisvæna höfuðborg sem byggist á frjálsum valkostum, jöfnum tækifærum, frjálsu framtaki og hagkvæmum rekstri.

Ég vil lifandi smáborg með heimsborgarhjarta – frjálsa og blómstrandi — Reykjavík sem virkar.
Færslu Hildar á samfélagsmiðlum má sjá hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi