fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Dagur fékk gæsahúð: „Engu líkara en að við séum að giftast. Slík var gleðin“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. desember 2021 17:02

Ármann Kr. Ólafsson og Dagur B. Eggertsson. Mynd/Sigurjón Ólason/Faceboook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk gæsahúð og efast um að ég hafi séð Ármann bæjarstjóra Kópavogs nokkurn tímann jafnglaðan – einsog þegar sigurtillagan um hönnun á nýrri Fossvogsbrú var kynnt í dag,“ skrifaði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, á Facebooksíðu sína í dag.

Dagur segir brúna stórglæsilega, þar sé hugsað fyrir skjóli gegn vindum og hún sé frábær fyrir bæði gangandi og hjólandi. Þá segir hann að brúin sé snilld fyrir Borgarlínuna því með tilkomu hennar muni það taka 6 mínútur í stað sautján að fara með almenningssamgöngum frá Hamraborg í Kópavogi yfir í Háskólann í Reykjavík.

Sigurjón Ólafsson, tökumaður hjá Stöð 2, smellti mynd af þeim félögum, Degi og Ármanni, við þetta tækifæri og deildi við færsluna hans Dags. Við myndina skrifaði Dagur síðan: „Nákvæmlega það sem ég er að tala um. Engu líkara en að við séum að giftast. Slík var gleðin.“

Þeir sem komu með vinningstillöguna að brúnni voru EGLA og breskir arkitektar. Þá eru ljósahönnuðir hluti af teyminu.

Hér má sjá myndband af því hvernig brúin mun líta út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris