fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Dagur fékk gæsahúð: „Engu líkara en að við séum að giftast. Slík var gleðin“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. desember 2021 17:02

Ármann Kr. Ólafsson og Dagur B. Eggertsson. Mynd/Sigurjón Ólason/Faceboook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk gæsahúð og efast um að ég hafi séð Ármann bæjarstjóra Kópavogs nokkurn tímann jafnglaðan – einsog þegar sigurtillagan um hönnun á nýrri Fossvogsbrú var kynnt í dag,“ skrifaði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, á Facebooksíðu sína í dag.

Dagur segir brúna stórglæsilega, þar sé hugsað fyrir skjóli gegn vindum og hún sé frábær fyrir bæði gangandi og hjólandi. Þá segir hann að brúin sé snilld fyrir Borgarlínuna því með tilkomu hennar muni það taka 6 mínútur í stað sautján að fara með almenningssamgöngum frá Hamraborg í Kópavogi yfir í Háskólann í Reykjavík.

Sigurjón Ólafsson, tökumaður hjá Stöð 2, smellti mynd af þeim félögum, Degi og Ármanni, við þetta tækifæri og deildi við færsluna hans Dags. Við myndina skrifaði Dagur síðan: „Nákvæmlega það sem ég er að tala um. Engu líkara en að við séum að giftast. Slík var gleðin.“

Þeir sem komu með vinningstillöguna að brúnni voru EGLA og breskir arkitektar. Þá eru ljósahönnuðir hluti af teyminu.

Hér má sjá myndband af því hvernig brúin mun líta út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi