fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Furðar sig á hálfrar milljón króna notaða stólnum í Góða hirðinum – „Augljóslega er þetta ástand ekki í lagi“

Fókus
Miðvikudaginn 8. desember 2021 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóll nokkur til sölu í nytjamarkaðinum Góði hirðirinn hefur vakið mikla athygli en gripurinn er falur á hvorki meira né minna en hálfa milljón króna. Verðmiðinn stakk marga í augun enda Góði hirðirinn nytjamarkaður þar sem gjarnan er hægt að finna notuð húsgögn á lágu verði.

Um er að ræða dýrustu vöru markaðarins frá upphafi en umræddur stóll er danskur hönnunarstóll frá 6. áratug síðustu aldar. Rekstrarstjóri Góða hirðisins, Ruth Einarsdóttir, sagði í samtali við Vísi að starfsmenn hafi farið í ítarlega rannsóknarvinnu þegar stóllinn barst þeim og komist að því að sambærilegir stólar séu að seljast erlendis á bilinu 750-850 þúsund krónur.  Vísir leitaði þó staðfestingar á þessu verðmati til danska uppboðshússins Lauritz og frétti þaðan að stóll af þessari gerð hafi verið seldur á uppboði fyrir tveimur árum fyrir 51 þúsund krónur íslenskar.

Leiddi lausleg skoðun DV á hinum ýmsu síðum á netinu í ljós að stóllinn hefur verið að seljast á uppboðum á frá um 80 þúsund krónum upp í fleiri hundruð þúsunda. Dýrasti verðmiðinn sem DV sá var um 800 þúsund krónur – en það var verðið sem óskað var eftir á stól sem hefur ekki verið seldur enn.

Stólar eru heillandi

Björn Teitsson, verkefnisstjóri hjá Skipulagsstofnun og nemi í borgarfræðum, hefur nú skrifað pistil um málið þar sem hann furðar sig á því að Góði hirðirinn verðleggi stólinn svona hátt, en með því móti séu venjulegir einstaklingar sviptir tækifærinu á að finna slíka dýrgripi á nytjamarkaði og gera kostakaup.

„Stólar eru afar heillandi fyrirbæri. Það er til fólk sem er gersamlega gagntekið af stólum,“ skrifar Björn. Hann segist sjálfur hafa mikinn áhuga á stólum og bendir á að á Íslandi megi finna marga frábæra stóla sem hafa vakið athygli út fyrir landsteinana. Sjálfur er Björn sérstaklega hrifinn af stóli sem nefnist Cesca-stóll sem var hannaður af Marcel Breuer. Lærimeistari Marcels var Walter Gropius en báðir hönnuðirnir hafi verið þeirrar trúar að falleg og góð hönnun ætti að vera á færi allra að nálgast.

„Þetta rættist að hluta til. Næstum alla 20. Öldina var hægt að finna Cesca-stóla Breuers á öðru hverju heimili, þeir voru ódýrir og fallegir, þótt bastið hafi ekki verið sérstaklega lífseigt á barnmörgum heimilum (en það er eins og það er). Rétt eins og Breuer vildi, átti þessi glæsilega hönnunarvara ekki að vera of dýr fyrir venjuleg heimili. En svo gerðist eitthvað.“

Venjulegt fólk gat þó keypt notuð húsgögn

Höfundarrétturinn af Cesca-stólunum sé nú kominn til fyrirtækja erlendis og kosti nú einn stóll um 150 þúsund krónur.

„Augljóslega er þetta ástand ekki í lagi og mjög fjarri þeirri hugsjón sem þeir Gropius og Breuer lögðu upp með. Hönnunarhúsgögn eru í dag efristéttardæmi, einungis á færi mjög fárra til að nálgast og eignast. Við hin höfum í öllu falli getað leikið okkur við að nálgast vönduð og falleg notuð húsgögn. Stundum erum við heppin, finnum eitthvað vel með farið á góðu verði. Það er hluti af leiknum og einstaklega skemmtilegur hluti, þrátt fyrir allt, að fara í leiðangur og reyna að finna eitthvað fallegt, eitthvað sem aðrir sáu ekki, eitthvað sem féll undir radarinn. Venjulegt fólk gat þó keypt notuð húsgögn.

Eða þangað til í desember 2021, þegar Góði hirðirinn setti 500.000 króna verðmiða á þennan danska hönnunarstól. Já, stólar eru afar heillandi fyrirbæri.“

Undir greinina skrifar Björn: „Höfundur vill endilega setjast í flottan stól án þess að verða gjaldþrota“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone