fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Sif fylgir eiginmanni sínum á Selfoss

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. desember 2021 11:29

Mynd/Selfoss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Selfoss hefur samið við landsliðskonuna Sif Atladóttur um að leika með liði félagsins á komandi keppnistímabili.

Sif, sem er 36 ára varnarmaður, hefur undanfarin tíu ár leikið með Kristianstad í Svíþjóð og er hún leikjahæsti Íslendingurinn í sögu sænsku úrvalsdeildarinnar. Áður lék hún með Saarbrücken í Þýskalandi og hér heima með Val, Þrótti, FH og KR. Hún er þriðja leikjahæsta knttspyrnukona Íslandsfrá upphafi, hefur samtals leikið 325 deildarleiki og 84 A-landsleiki.

„Ég er mjög spennt fyrir því að spila fyrir Selfoss á næsta ári. Ég fylgist alltaf með deildinni heima þó að ég hafi verið erlendis og það hefur verið gaman að sjá stígandann hjá Selfoss síðastliðin ár. Það eru margar ungar og efnilegar stelpur sem hafa fengið stór hlutverk í liðinu og þarna er flottur hópur sem verður gaman að fá að kynnast,“ segir Sif.

„Eftir 12 ár erlendis verður gaman að koma heim og Selfoss er spennandi staður. Það hefur verið mikil uppbygging í sveitarfélaginu og það virkar á mig eins og það sé mikil samheldni í bænum. Þarna er aðstaðan og umgjörðin fyrir íþróttafólk til fyrirmyndar og speglar uppganginn í íþróttalífi bæjarins. Svo hlakka ég til að sjá fallega miðbæinn sem nánast allir sem ég tala við hafa gengið um,“ segir Sif og bætir við að hún hlakkar til að sjá stuðningsfólk Selfoss í stúkunni næsta sumar.

Eiginmaður Sifjar, Björn Sigubjörnsson tók við þjálfunn Selfoss á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gert ráð fyrir tæplega 300 áhorfendum á heimaleik Víkings í Finnlandi

Gert ráð fyrir tæplega 300 áhorfendum á heimaleik Víkings í Finnlandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka

Ryan Reynolds íhugar að láta enn frekar til sín taka
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea fylgist náið með ungum Portúgala

Chelsea fylgist náið með ungum Portúgala