fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Vísindamenn byggja „svartan kassa“ til að taka endalok siðmenningarinnar upp – „Byggður til að lifa okkur öll“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. desember 2021 22:00

Kassinn umræddi. Mynd:earthsblackbox.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef og þegar siðmenning mannkynsins hrynur, hvað verður eftir? Kannski hluti af sumum borgum og bæjum. Frelsisstyttan. Hallgrímskirkja eða bara eitthvað allt annað eða kannski bara ekkert. En þegar upp verður staðið verður kannski ekki mikið eftir sem sýnir og sannar hverju mannkynið fékk áorkað á stuttum tíma sínum hér á jörðinni eða af hverju menning þess hrundi.

En hópur vísindamanna hefur í hyggju að breyta þessu. Þeir ætla að smíða stóran kassa, nokkurs konar svartan kassa svo vísað sé til flugrita, þar sem vísindaleg gögn verða geymd fyrir menningarheima framtíðarinnar. Þeir munu geta fengið innsýn í hvað varð til þess að menning okkar nútímamannanna varð að engu og hvernig það gerðist.

Verkefnið hefur fengið heitið „Earth‘s Black Box“ (Svarti kassi jarðarinnar) en þessi kassi verður úr öflugu stáli og verður komið fyrir á afskekktum stað á Tasmaníu. Hann á að geta staðið allar hamfarir af sér, nema auðvitað ef jörðin eyðist bara í heild sinni.

Það eru vísindamenn við Tasmaníuháskóla, auglýsingastofan Clemenger BBDO og hönnunarstofan The Glue Society sem standa að verkefninu. Verið er að hanna kassann sem á að skrá margvísleg gögn, til dæmis um loftslagið, magn CO2, sjávarhita og orkunotkun mannkyns. Hann mun einnig safna upplýsingum á borð við fyrirsagnir frétta og færslum á samfélagsmiðlum.

Í kassanum verður búnaður tengdur við Internetið en sólarrafhlöður munu sjá honum fyrir rafmagni. „Hann er byggður til að lifa okkur öll af,“ sagði Jonathan Kneebone, einn stofnanda the Glue Society, í samtali við ABC.

Stærsta verkefni hópsins núna er að finna út úr hvernig á að tryggja að menningarheimar framtíðarinnar geti nálgast gögnin í kassanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin