fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
433Sport

Guðni Bergs leitaði ráðgjafar Friðjóns og Gísla Freys hjá KOM

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. desember 2021 15:59

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, leitaði aðstoðar almannatengla hjá almannatengslastofunni KOM vegna greinar Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu úttektarnefndar ÍSÍ um málefni KSÍ.

Í skýrslunni segir að komið hafi fram í viðtölum við stjórn og starfsfólk KSÍ að Guðni hefði reiðst yfir greininni og hafi viljað svara henni. Hafi hann leitað til almannatengslafyrirtækisins KOM til þess. Þar mun hann hafa haft í samskiptum við þá Gísla Frey Valdórsson og Friðjón R. Friðjónsson, eiganda KOM, sem aðstoðuðu hann við að skrifa drög að yfirlýsingu Guðna. Einnig komu að málinu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ en bæði fengu þau drög að yfirlýsingunni til yfirlestrar.

Segir jafnframt í skýrslunni að Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður KSÍ, hafi gert athugasemdir við að leitað hafi verið til almannatengslafyrirtækis vegna málsins. Mun Borghildur hafa ráðlagt kollegum sínum hjá KSÍ að leita til Kolbrúnar Hrundar Sigurgeirsdóttur verkefnastýru jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur, sem er jafnframt stjórnarmaður í ÍSÍ. „Í viðtali Kolbrúnar við nefndina kom fram að Guðni hefði tjáð henni að hann væri að íhuga svar við orðræðunni sem hefði myndast í samfélaginu eftir grein Hönnu Bjargar,“ segir jafnframt í greininni.

Guðna þótti, að því er segir í skýrslunni, að verið væri að ráðast á KSÍ og að hann væri sár yfir orðanotkun Hönnu Bjargar í grein sinni. Segir áfram í skýrslunni:

Guðni hefði jafnframt sagt henni að sér þætti greinin óvægin þar sem KSÍ hefði leyst þau mál sem kæmu inn á þess borð. Þar innanhúss væri ekki verið að þagga niður mál og stinga þeim undir stól. Guðni lagði í viðtali við nefndina áherslu á að ekkert hefði verið vitað um þau mál sem rædd voru í greininni og hann hafi því ekki viljað ræða um þau. KSÍ hafi verið að reyna að vanda sig og ekki verið í því að þagga mál niður eða hylma yfir þau.

Kolbrún, að því er fram kemur í skýrslunni, mun hins vegar hafa fengið drög að yfirlýsingunni til yfirlestrar og gagnrýnt innihaldið. „Kynferðisofbeldi hefði t.d. ekki verið nefnt í drögunum, heldur einungis talað um „erfið mál“ og ekki minnst á jafnrétti. Kolbrún tók jafnframt fram að á þessum tíma hefði hún enga vitneskju haft um að tengdamóðir konunnar sem sagði frá því að landsliðsmenn hefðu nauðgað henni væri starfsmaður KSÍ og að KSÍ hefði borist nafnlaust bréf um ofbeldi landsliðsmanna þarna fyrr um sumarið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Liverpool – Saliba mættur aftur

Byrjunarlið Arsenal og Liverpool – Saliba mættur aftur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Virðist fá endalausa sénsa þrátt fyrir óboðlega framkomu: Kom ömurlega fram við eiginkonuna – Ætlar nú að flytja með honum erlendis

Virðist fá endalausa sénsa þrátt fyrir óboðlega framkomu: Kom ömurlega fram við eiginkonuna – Ætlar nú að flytja með honum erlendis
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að sitt lið sé ekki eitt af toppliðum Evrópu í dag – ,,Verðum að viðurkenna það“

Segir að sitt lið sé ekki eitt af toppliðum Evrópu í dag – ,,Verðum að viðurkenna það“
433Sport
Í gær

Hafa Ronaldo og félagar betur í kapphlaupinu við stórliðið?

Hafa Ronaldo og félagar betur í kapphlaupinu við stórliðið?
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um framherjaleitina

Arteta tjáir sig um framherjaleitina