Ostakökur eiga vel við, hvort sem það er sumar, vetur, vor eða haust. Það er hægt að útbúa ótal útfærslur af þeim og aðlaga þær að tilefni hverju sinni. sem hátíðirnar nálgast er hér ein komin sem Berglind Hreiðars sælkeri og matarbloggari með meiru hjá Gotterí og gersemar er búin að setja í hátíðlegan búning með guðdómlegri piparmyntu-karamellusósu. Þessi ostakaka myndi sóma sér vel sem eftirréttur í hvaða hátíðarboði sem er á næstunni.
„Hægt er að útbúa þessa köku með fyrirvara ef hún er plöstuð inn í ísskáp. Það er hins vegar best að setja berin ekki á hana fyrr en rétt áður en bera á kökuna fram,“segir Berglind og deilir hér með okkur myndbandi á Instram líka sem sýnir hvernig kakan er útbúin.
Hér finnið þið REELS myndband á Instagram sem sýnir hvernig kakan er útbúin.
Hátíðarostakaka
Uppskrift dugar í 8-12 glös/krúsir (eftir stærð)
Botn
30 Oreo kexkökur
50 g brætt smjör
Fylling
500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
270 g sykur2 tsk. vanillusykur
500 ml þeyttur rjómi
Karamella og skreyting
230 g Dumle Polka karamellur (1 poki)
100 ml rjómi
Driscolls jarðarber, hindber og rifsber