fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Skerðing á raforku til stórnotenda kemur sé illa fyrir hagkerfið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsvirkjun tilkynnti í gær að hún ætli að skerða afhendingu raforku til stórnotenda, sem eru með skerðanlega skammtímasamninga, strax. Meðal þeirra viðskiptavina sem verða fyrir þessu eru fiskimjölsverksmiðjur, gagnaver og álver. Fyrirtækið hefur einnig hafnað öllum óskum nýrra viðskiptavina um orkukaup vegna rafmyntagraftar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þessi skerðing komi sér illa fyrir hagkerfið. Haft er eftir Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, að það sé mikið umhugsunarefni að þessi staða sé komin upp.

Í upphafi átti skerðingin að hefjast í janúar en í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að hún komi fyrr til framkvæmda en ætlað var því geta flutningskerfisins á Norðausturlandi til álagspunkta á Suðvesturlandi sé fullnýtt.

Haft er eftir Sigurði að þessi staða komi sér sérstaklega illa á tíma þar sem hrávöruverð sé hátt, með hliðsjón af yfirvofandi grænum orkuskiptum. „Skerðingin kemur illa við íslenskt efnahagslíf og við hagkerfi Íslands,“ sagði hann og bætti við að hún muni draga úr framleiðslu og verðmætasköpun.

Hann sagði það rétt upp að ákveðnu marki að flutningskerfið sé ekki nægilega skilvirkt en það þurfi að afla meiri orku. „Flutningskerfið er sannarlega eitthvað sem þarf að skoða og bæta en það breytir ekki því að það þarf að afla meiri orku á landinu vegna þess að eftirspurnin er sannarlega til staðar og líka með hliðsjón af loftslagsmálunum þar sem eftirspurn eftir grænni orku er að aukast á heimsvísu,“ sagði hann.

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, sagði að flutningsgeta byggðalínunnar, sem tengir virkjanir á suðurhluta landsins við norðausturhornið, sé takmarkandi þáttur. Aðalástæðan fyrir því séu miklar tafir á framkvæmdum Landsnets vegna leyfisveitinga. „Við höfum lagt áherslu á að það þurfi að einfalda ferlið við leyfisveitingar og gera það skilvirkara og tryggja að niðurstaða fáist í leyfisveitingaferlið,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris