fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Nagladekk slíta götum fjörutíu sinnum meira en ónegld dekk

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 08:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar norskrar rannsóknar þá slíta nagladekk götum 40 sinnum meira en ónegld dekk. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun, segir að til mikils sé að vinna með því að koma í veg fyrir nagladekkjanotkun þrátt fyrir dæmi um fórnarkostnað.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Þorsteini að naglar geti sannarlega gert gagn við ákveðnar aðstæður, einkum á blautu svelli. Vetrarþjónusta sá almennt góð í borginni og til mikils sé að vinna með því að hamla gegn svifryki sem kostar tugi manns heilsuna og lífið árlega.

Í frumvarpi frá þingflokki Samfylkingarinnar um að sveitarfélög fái heimild til að sekta ökumenn fyrir notkun nagladekkja kemur fram að naglar slíti malbiki allt að 20 sinnum meira en bílar á ónegldum dekkjum. Þetta sagði Þorsteinn vera mjög varfærið mat. „Nýlegar rannsóknir í Noregi sýna allt að fjörutíufaldan mun,“ sagði hann.

Hann sagði jafnframt að ef mið er tekið af því sliti sem dekkin valdi á gatnakerfinu sé eðlilegt að ökumenn, sem nota negld dekk, greiði aukalega. „Varðandi slysin sýna rannsóknir að heilt yfir verða hugsanlega fleiri smávægileg óhöpp ef ekki eru naglar. Sumar rannsóknir sýna þó engan mun. Ein rannsókn í Finnlandi sýnir meiri slysatíðni hjá þeim sem aka úti á landi naglalausir,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“