fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Fer Guðni þá ekki til Rússlands?

Egill Helgason
Mánudaginn 26. mars 2018 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom fyrir á árum áður að rússneskum sendiráðsmönnum var vísað frá Íslandi vegna njósna. Uppákoman sem má lesa um í Morgunblaði frá 1963 var fræg. Rússar stunduðu njósnir á Íslandi og það kom fyrir að hér störfuðu í sendiráðinu menn sem höfðu verið háttsettir í KGB. Morgunblaðið fylgdist gaumgæfilega með því. Þá var kalt stríð og Ísland mjög mikilvægt hernaðarlega. Maður les í fjölmiðlum í dag að aftur sé komið kalt stríð.

 

 

Íslenska ríkisstjórnin ákveður að fara ekki að fordæmi bandalagsþjóða okkar í Evrópu og vísa rússneskum sendiráðsmönnum úr landi vegna taugaeitursárásarinnar. Meira að segja Svíar og Finnar reka burt sendiráðsmenn og er hvorugt ríkið í Nató. Kannski vill ríkisstjórnin fara varlega eða kannski hefur hún engar upplýsingar um að rússneskir sendiráðsmenn leggi fyrir sig njósnir?

Hins vegar kemur fram í tilkynningu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar að öllum tvíhliða samskiptum við rússneska ráðamenn og embættismenn verði slegið á frest. Það þýðir þó væntanlega að við höldum áfram að starfa með Rússum í Norðurheimskautsráðinu þar sem Ísland tekur brátt við formennsku.

En svo er því lýst yfir að af þessu leiði að íslenskir ráðamenn muni ekki fara á heimsmeistaramótið í fótbolta sem hefst í Rússlandi í júní. Þar verður væntanlega lítið af vestrænum stjórnmálaleiðtogum. En þá er spurning með forseta Íslands? Getur ríkisstjórnin ákveðið þetta fyrir hann? Við höfðum forseta, Ólaf Ragnar Grímsson, sem lét aldeilis sjá sig á hinum umdeildu Vetrarólympíuleikum í Sotsjí árið 2014. Þar var hann í slagtogi með Pútín. En hvað með Guðna Th. Jóhannesson, sem er svo gjarn að láta mynda sig í íslensku landsliðstreyjunni, fer hann þá ekki til Rússlands?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi