fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Matur

Jólamaturinn sem stendur upp úr hjá Önnu Björk – „Það er eitthvað við það sem er svo hátíðlegt, svolítið villt, en samt fínlegt og lekkert“

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 6. desember 2021 16:30

Dádýrið er hátíðlegt, dálítið villt og svo elegant á hátíðarborðið./Fréttablaðið Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað á að borða um jólin? Þessi spurning bergmálar í hugum margra í desember.  Við fengum Önnu Björk Eðvarðsdóttur formann Hringsins, matarbloggara, lífskúnster og sælkera með meiru til að svipta hulunni af jólamatnum sínum í ár. Hún heldur úti matarbloggi á síðunni sinni Anna Björk og er þekkt fyrir sína sælkerarétti sem laða bæði auga og munn.

„Ef maður er með fastar hefðir alla hátíðina, er málið einfalt.  Aðfangadagur var í föstum skorðum hjá mér, ég bauð mínu fólki upp á fyllta aligæs með „all the trimmings“, eins og það heitir, en nú skal því breytt. Ekki það að við elskum ekki gæsina, en það er nauðsynlegt að hrista upp í hlutunum, þó það sé bara á tíu ára fresti. Og þá vottar fyrir panikki, hvað á þá að hafa í staðinn? Í gegnum árin hef ég verið dugleg að prófa allskonar nýjungar á hátíðunum, ástæðan er úrvalið í verslununum.  Það ærir óstöðugan að skoða hvað er mikið spennandi til, sem maður hefur hvorki smakkað eða eldað. Svo kemur valkvíðinn, þá rifjast upp hvernig það var að vera krakki í dótabúð og væla í foreldrunum:  „Má ég bara velja eitt dót?

Anna Björk er mikill sælkeri sem og fagurkeri. Hún leggur mikið upp úr því að bera hátíðarmatinn fram á fallegan hátt og lætur meðlætið skreyta diskinn.

 

 

 

 

 

 

Dádýrið stendur upp úr

Ég hef sannarlega fengið að leika lausum hala í gegnum árin og gert vel við mig og mína. Ég hef prófað að elda antilópu, kengúru, strút, hreindýr, stokkendur, fasana, dádýr, lynghænur, akurhænu, villigæsir, dúfur, grágæsir, villiendur og hjört. Og af þessu úrvali er eitt sem stendur upp úr og það er dádýrið. Það er eitthvað við það sem er svo hátíðlegt, svolítið villt, en samt fínlegt og lekkert.  Auka bónusinn er, að það er auðvelt að elda það, miðað við margan annan hátíðamat,“segir Anna Björk og deilir hér með lesendum uppskrift sinni af hátíðlegu og villtu dádýralundunum ásamt gómsætu meðlæti sem lætur engan ósnortinn.

Dádýralundir 

Fyrir 4

600 g dádýralundir, himnu hreinsaðar

2 msk. ólífu olía

30-50 g smjör

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk

Ofninn er hitaður í 110°C. Lundirnar eru snyrtar (geyma allan afskurð).  Þær eru settar í fat og nuddaðar með olíunni, plastfilma lögð ofan á þær og  látnar standa á eldhúsbekknum í 3-4 klukkustundir.   Þykkbotna panna er hituð á háum hita. Lundirnar eru brúnaðar í 2-3 mínútur á hvorri hlið, eftir því hversu mikið steikta þú vilt hafa hana, fyrir mig, 2 mínútur, ekki meira. Síðan eru þær settar á ofnplötu í ofninn í 20 mínútur.  Teknar út og látnar standa í 5 mínútur.  Skornar í fallegar, miðlungsþykkar sneiðar og raðað fallega ofan á kúf af hvítlauksmús, síðan er nokkrum plómum og jarðskokka flögum raðað á hvern disk og smávegis af sósu dreypt yfir. Fullkomin hátíðarmáltíð með villtum keim.

Kartöflumús með ristuðum hvítlauk

2 msk ólífu olía

8 stór hvítlauksrif, óskræld

900 g mjölmiklar kartöflu, skrældar og skornar í jafnstóra kubba

50 gr smjör

2 msk. mjólk

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk

Olían er hituð á lágum hita í litlum potti og hvítlauksrifin látnir malla í 8-10 mínútur eða þar til þau eru gyllt og meyr. Kartöflurnar eru soðnar meyrar í söltu vatni í 10-12 mínútur, eða þar til þær eru meyrar. Þá er vatnið síað af þeim og þær maukaðar, þar til það er flauelsmjúk áferð á þeim.  Síðan er smjöri hrært saman við þær og þynnt með smá mjólk.  Hvítlaukurinn er kreistur úr hýðinu og hrærður vel saman við kartöflurnar.  Smakkað til með salti og pipar.

Púrtvínssoðnar vetrarplómur með balsamic gljáa

75 ml. rautt púrtvín

1 msk. balsamic edik

1 msk. hrásykur

1 msk. dökkur púðursykur

1 tsk. ferskt timian, grófsaxað

4-5 stórar bláar plómur, steinninn tekinn úr og skornar í fernt

Púrtvíni, balsamic ediki, sykri og timian,  blandað saman í meðalstóran pott.  Hitað á lágum hita þar til sykurinn er bráðinn, hrært í við og við. Plómunum er bætt út í og látið malla rólega í 5-8 mínútur, þar til þær eru mjúkar, en halda lögun sinni.

Dádýra sósan

Allur afskurður af dádýralundunum

40 g smjör

3 dl rauðvín

3 dl nautasoði í fernu

2 stórar greinar af fersku timian

2 msk. bláberjasulta

1 msk. rautt púrtvín

Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk

40 g af köldu smjöri í kubbum

Afskurðurinn af kjötinu er brúnaður í smjörinu, á sömu pönnu og lundirnar (ekki þvo hana á milli).  Rauðvíninu er hellt yfir ásamt timian greinunum, soðið niður þar til það er sírópskennt.  Þá er nautasoðinu bætt út í og mallað í smá stund, skafið vel upp úr botninum á pönnunni.  Afskurður og greinarnar eru sigtaður frá og hent, púrtvíni og bláberjasultu er hellt út í. Smakkað til með salti, pipar og kryddi.  Pannan tekin af hitanum og smjörkubbunum hrært út í  þar til þeir eru bráðnaðir.

Steiktar jarðskokka flögur

Olía til að steikja úr

4-5 jarðskokkar, skrældir og skornir í þunnar sneiðar, á mandólíni

Sjávarsalt eftir smekk

Dagblað með eldhúspappír á, er gert klárt á borðinu.  Þumlungs lag af olíu er hitað í rúmgóðri þykkbotna pönnu.  Þegar olían er orðin vel heit, eru jarðskokka flögurnar steiktar í nokkrum skömmtum, þar til þær byrja að taka lit.  Þá eru þær teknar upp úr og settar til hliðar á pappírnum, þar til allar eru steiktar.  Þá eru forsteiktu flögurnar steiktar aftur, þar til þær eru gylltar. Saltaðar eftir smekk.  Þetta má gera nokkrum dögum áður og geyma í vel lokuðu boxi.

 

Gleðilega hátíð og njótið vel.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum