fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fókus

„Bjáni, en meinti vel“: Jóhann G. sýnir á sér hina hliðina

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 1. apríl 2018 19:30

Jóhann G, Jóhannsson - hin hliðin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jóhann G. Jóhannsson hefur komið víða við í leiklistinni og leikur jöfnum höndum á sviði, sjónvarpi og í kvikmyndum, en sú nýjasta er Víti í Vestmannaeyjum, þar sem Jói leikur föðurinn og þjálfarann Tóta. Hann leikur einnig í Icelandic Sagas – The Greatest Hits, sem sýnd er í Hörpu. Jói gaf sér tíma frá leiklistinni til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur DV.

Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Jóhann eða vera annað en leikari.
Krummi og vera ofurhetja.

Hverjum líkist þú mest?
Sjálfum mér.

Hvað halda margir um þig sem er alls ekki satt?
Að ég sé fullkominn.

Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Í sannleika, flestu …

Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund kalli á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Apple.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Jóhann G. Jóhannsson – Bjáni, en meinti vel.

Sex ára barn spyr þig hvort að jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
Trúir þú á jjólasveininn?

Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni?
Hlýr, glaður og smá velgjulegur.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
Man in the Mirror.

Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
White Christmas, frábært lag en líka söluhæst samkvæmt Wikipedia.

Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á?
Ekki neitt. Ég komst yfir það. Dýrkaði Wham þegar það var ekki kúl, dýrka Michael Jackson og það er yfirleitt ekki kúl. En það fer í hringi.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Skiptir líklega ekki máli, því ég gæti alltaf bjargað lífi mínu með dansi. EN kannski eitthvað með MJ eða Jamiroquai, jafnvel JT.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?
„Bjargaði lífi sínu með dansi.“

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Líklegast „Singing in the Rain“, horfði þar til spólan slitnaði.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
Ég held að flest hafi komið aftur. Nema kannski sólgleraugun með málningarslettum og rimlum.

Að hverju getur þú alltaf hlegið?
Sjálfum mér. Sorglegt en satt.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Eingöngu.

Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt?
Sólgleraugu með málningarslettum.

Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið?
Þú varst frábær í … Nei, það varst ekki þú …

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega?
Já, algjörlega. Ef þeir heilsa ekki til baka elti ég þá þar til þeir gera það.

Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta?
Að borða nammi.

Hverju laugstu síðast?
Að ég elti fræga Íslendinga ef þeir heilsa mér ekki.

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Að ást sé nauðsynleg.

Ef þú mættir bæta við ellefta boðorðinu, hvernig hljómaði það?
Þú skalt borða hollt og hreyfa þig og vera ófeiminn að leita hjálpar.

Hvað í hegðun hins kynsins ruglar þig mest?
Flest.

Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði?
BDSM.

Á hvern öskraðirðu síðast?
Andreu Brabin (í prufu fyrir hlutverk).

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann?
Michael Jackson.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?
Internetið.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Tyggjósmjatt (en ég er að reyna að hugleiða frá mér það sem fer í taugarnar á mér því það er engum að kenna nema mér).

Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag?
Ég kannski sé ekki eftir því að hafa litið upp til hans því það var vegna hans hæfileika, en Bill Cosby var ekki sá sem ég hélt.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Fimmtugsafmæli pabba. 15 ára og hljómsveitin mín ætlaði að spila þar en föttuðum ekki að það var milli kl. 17–20. Vorum að æfa og mættum svo og þá var allt búið. Spiluðum þó í 60 ára afmælinu (með Ragga Bjarna).

Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt?
Það eru svo margir sem koma frá mér daglega, erfitt að velja. Ég reyni oft að finna botninn til að geta spyrnt mér upp.

Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár?
Að flokka ekki.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Líklega byggingarvinna um jól í handlangi. Versta leikhúsvinna var líklega að leysa af í plöntunni í Hryllingsbúðinni.

Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér?
Allt, ég er alltaf viss um að ég hafi rétt fyrir mér þangað til ég kemst að því að ég hafði rangt fyrir mér.

Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir?
Skíðagöngu með byssu … Það væri áhugavert.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?
Víti í Vestmannaeyjum.

Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5 ár?
Flest.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Súpermann.

Hvað myndirðu nefna landið okkar ef við þyrftum að breyta?
Vindland.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Að stunda líkamsrækt.

Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
„Ertu þá til?“

Ef þú myndir borða sjálfan þig, hvort myndirðu hverfa eða tvöfaldast?
Hvorugt.

Ef þróunarkenningin er rétt, af hverju eru svín þá ekki með vængi?
Þau eru með risa nasavængi.

Nú labbar mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna?
„Stikkem up.“ Til að ræna mig sjálfinu.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Elska, njóta og læra.

Hvað er framundan um helgina?
Sýna Icelandic Sagas í Hörpu, hitta fjölskyldu og vini og njóta páskanna með drengjunum mínum og konu.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“