Annar mannanna er 27 ára og frá Horsens en hinn er 33 ára og frá Brande. Þeir voru handteknir síðdegis á þriðjudaginn.
Þeir eru grunaðir um að hafa klukkan 22.19 á sunnudagskvöldið reynt að kveikja í bólusetningarmiðstöð í Horsens með því að brjóta rúðu og kasta síðan bensínbrúsa, með fimm lítrum af bensíni í, inn og kveikja í bensíninu. Logarnir dóu síðan út af sjálfu sér og ekki varð mikið tjón af.
Við brotum af þessu tagi liggur allt að 10 ára fangelsi og hugsanlega enn þyngri refsing á grundvelli sérstaks ákvæðis hegningarlaganna sem heimilar þyngri refsingu ef brot tengist heimsfaraldri kórónuveirunnar.