Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að starfið hafi nú verið auglýst laust á nýjan leik. „Við ákváðum að ganga ekki frá ráðningu við þennan aðila og auglýsa starfið aftur,“ er haft eftir Drífu Valdimarsdóttur, staðgengli sveitarstjóra Norðurþings. Það voru íbúar í sveitarfélaginu sem mótmæltu ráðning hans.
Hún sagði að sveitarfélagið hafi fylgt öllum lögbundnum ferlum hvað varðar auglýsingu starfsins og annað því tengt.
„Það var allt gert rétt í þessu ferli. Svo kemur upp ábending og við brugðumst við,“ sagði hún. Hún sagði jafnframt að ekki hafi verið búið að ganga endanlega frá ráðningu mannsins.
Fréttablaðið segir að ástæða þessara sinnaskipta sé að ítrekað hafi sögur gengið um að maðurinn hafi ekki virt mörk í samskiptum kynjanna en hann hafi þó aldrei verið kærður og sé með hreint sakavottorð. Meðmælendur hans í ráðningarferlinu gáfu honum góða umsögn. Hann hefur lengi haft mannaforráð og þykir að sögn hafa margt til brunns að bera sem starfsmaður en ekki þyki við hæfi að hann starfi sem forstöðumaður sundlaugarinnar vegna fyrri sagna um framkomu hans.