fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Þetta segir læknir að þú eigir að gera ef þú hefur áhyggjur af Ómíkrón afbrigðinu

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 15:29

Dr. Karan Rajan - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta afbrigði kórónuveirunnar hefur komið sem stormsveipur í faraldurinn og hafa eflaust margir áhyggjur af því að smitast af því. Skurðlæknirinn Karan Rajan er þó með ráð fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að smita af Ómíkrón afbrigðinu umtalaða.

Ekki er vitað til þess að Ómíkrón afbrigðið sé komið hingað til lands en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó sagt fólki að búast við því, það sé mjög erfitt að koma í veg fyrir að það sleppi inn um landamærin.

Karan Rajan segir fólki þó ekki að örvænta. „Fleiri stökkbreytingar þýðir ekki alltaf meiri hætta,“ segir hann í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlinum TikTok. „Við erum bara ekki með nóg af gögnum um það hvort þessar stökkbreytingar séu að valda meiri veikindum eða þá hvernig nýju afbrigðin bregðast við bóluefnum.“

Þrátt fyrir að ekki sé vitað um þetta nýja afbrigði þá bendir Karan á að eitt er á hreinu. „Sama hvað gerist næstu vikur þá vitum við eitt og það er eitthvað sem við höfum séð með öll hin afbrigðin líka,“ segir hann og glöggir lesendur geta ábyggilega giskað á það sem Karan mælir með að fólk geri en það er að fara í bólusetningu.

„Bóluefnin munu áfram hjálpa að draga úr alvarlegum veikindum og innlögnum á spítala.“

Á meðan ekki er búið að kanna hversu nákvæmlega hættulegt þetta nýjasta afbrigði er þá er Karan með góð ráð. „Ef þið eruð ekki búin að fara í bólusetningu, farið í bólusetningu. Ef þið eruð búin að fá fyrri bólusetningarnar, farið í örvunarsprautu.“

@dr.karanrReply to @realmadrid.mclovin does anyone remember futurama? ##schoolwithdrkaran ##learnontiktok ##futurama

♬ original sound – Dr Karan Raj

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Í gær

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn