fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Matur

Syrgja Eldsmiðjuna og beina spjótum sínum að Foodco -„Takk fyrir að skemma allt“ – „Þar sem veitingastaðir fara til að deyja“

DV Matur
Miðvikudaginn 1. desember 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var í dag að seinasta útibú flatbökuveitingastaðarins Eldsmiðjunnar yrði lokað á nýju ári.

Eldsmiðjan opnaði fyrst fyrir 35 árum á Bragagötu en fjölgaði stöðunum nokkuð í gegnum árin. Foodco keypti svo keðjuna árið 2007 og á síðasta ári sameinaðist Foodco félaginu Gleðipinnar, fyrirtæki Jóhannesar Ásbjörnssonar.

Í gegnum árin hefur verið vinsælt að gagnrýna Foodco fyrir yfirtöku þeirra á vinsælum vörumerkjum. Eldsmiðjan er gott dæmi um það en undanfarin ári hefur mikið borið á umtali um að gæði matsins á Eldsmiðjunni hafi orðið töluvert verri þegar Foodco tók við keflinu.

Undanfarin ár hefur hver Eldsmiðjan lokað á eftir annarri. Nú nýlega á Laugarvegi, á Dalvegi og á Bragagötu. Suðurlandsbrautin stóð því ein eftir en nú hefur komið fram að þar verði skellt í lás á nýju ári. Í staðinn mun þar opna nýr pitsastaður OLIFE – La Madre Pizza.

Nú syrgja margir pitsa-staðinn sem hefur fylgt mörgum frá blautu barnsbeini fram á fullorðins árin og láta Foodco og Gleðipinnum sömuleiðis heyra það.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík