fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Ólafur brjálaður út í Dag og ber hann þungum sökum – „Þetta er líklegasta ljótasta bókun í 100 ára sögu borgarstjórnar!“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. desember 2021 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kom út bókin „Nýja Reykjavík – umbreytingar í ungri borg“ eftir borgarstjóra Reykjavíkur, Dag B. Eggertsson. Þar fjallar Dagur um umskiptin sem hann hefur séð á borgarlífinu á undanförnum áratugum en líka atburðarásina í borgarpólitíkinni. Dagur hefur sjálfur sagt að í bókinni sé hulunni svipt af ýmsu „sem gerðist á bak við tjöldin“.

Meðal þess sem Dagur fjallar um í bókinni er borgarstjóratíð Ólafs F. Magnússonar læknis. Ólafur hefur nú brugðist við bókinni með grein sem birtist í Morgunblaðinu þar sem hann sakar Dag um að skrifa um sig með niðrandi hætti í bókinni. Ólafur segir að Dagur hafi á sínum tíma beitt sig einelti í borgarstjórn árum saman og auk þess staðið að því að Ólafur var að „tilefnislausu sakaður um fjárdrátt. En við það lagðist ég í alvarlegt þunglyndi, allt árið 2012 og fram til vorsins 2013.“

Borið mitt barr

Í bókinni rekur Dagur borgarstjóratíð Ólafs og segir að í kjölfar þess að Ólafur hætti sem borgarstjóri hafi hann aldrei borið „sitt barr eftir öll þessi ósköp“.  Þetta orðalag er Ólafur ósáttur við.

„Að segja að ég hafi ekki „borið mitt barr“ eftir eineltið árin 2008-2010 er gífuryrði. Árin 2009-2010 var ég í bæði læknisstarfinu og borgarfulltrúastarfinu og stóð mig vel á báðum sviðum.“

Þegir yfir öllu því ljóta

Hann hafi vissulega hætt að reka læknastofu árið 2013 en hann hafi ekki „horfið“ af sjónarsviðinu líkt og Dagur haldi fram í bók sinni heldur hafi einbeitt sér að listinni.

„Illt er að Dagur skuli sem læknir tala niður til mín. Enn verra er þó að hann þegir yfir öllu því ljóta sem hann hefur gert á minn hlut allt frá borgarstjóratíð og fram til ársins 2013.“

Lyginn óheilindamaður

Meðal annars segir Ólafur að þeir sem harðast hafi sótt að honum hafi verið vinir Dags, sjálfur hafi Dagur svo kallað hann „lyginn óheilindamaður“ á blaðamannafundi og svo var það eftirminnileg bókun í borgarráði í apríl 2008.

„Félagar hans í minnihlutanum bókuðu í borgarráði 30. apríl 2008 að ég væri haldinn „mannfyrirlitningu“. Þetta er líklegasta ljótasta bókun í 100 ára sögu borgarstjórnar.“

Engin rök fyrir því

Eins segir Ólafur að Dagur hafi í bók sinni kallað hann hégómagjarnan. „Dagur heldur því fram að ég hafi af hégómagirnd þegið tilboð um að verða borgarstjóri. Nær væri að segja að ég hafi sem hugsjónamaður með sterka sannfæringu viljað koma mínum málum áfram:“

Ólafur minnist þess að Dagur sjálfur hafi hætt við framhaldsnámi í læknisfræði til að gera stjórnmálin að atvinnu. Ólafur  hafi náð góðum árangri í borgarstjórnarkosningum áður en hann tók að sér að verða borgarstjóri, meðal annars fellt Gísla Martein Baldursson. og því séu orð Dags hreinlega ekki sönn.

„Það eru því engin rök fyrir því hjá Degi að ég hafi verið lítilsigldur og hégómagjarn og stjórnmálamaður.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar