fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Ætla að kortleggja gríðarlega stórt neðanjarðarnet sveppa

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 14:00

Sveppir teygja sig víða neðanjarðar og eiga í samskiptum um langar vegalengdir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlega stórt net sveppa neðanjarðar, „hringrásarkerfi jarðarinnar“ verður nú kortlagt í fyrsta sinn. Markmiðið er að reyna að vernda kerfið fyrir skemmdum og auka getu sveppanna til að draga kolefni í sig.

Sveppir nota kolefni til að búa til netverk í jarðveginum en þetta net tengist við rætur jurta og gegnir hlutverki einhverskonar „hraðbrauta“ þar sem skipt er á kolefni úr rótum plantna fyrir næringu. Til dæmis er vitað að sumir sveppir sjá plöntum sínum fyrir 80% af því fosfór sem þær þarfnast.

Net sveppa neðanjarðar geta teygt sig marga kílómetra en við mannfólkið tökum sjaldan eftir þeim. Talið er að á jörðinni allri nái þessi net sveppanna yfir billjarða kílómetra. Þessir sveppir eru mjög mikilvægir fyrir lífríki jarðvegsins og frjósemi hans en lítið er vitað um þá. The Guardian skýrir frá þessu.

Talið er að á mörgum stöðum eigi sveppir undir högg að sækja vegna meiri landbúnaðar, þéttingar byggðar, mengunar, vatnsskorts og loftslagsbreytinga.

Í verkefninu verða 10.000 sýni tekin um allan heim á ákveðnum stöðum sem gervigreind var notuð til að finna en talið er að þetta séu staðir sem skipta miklu máli fyrir viðkomu sveppa.

Vísindamenn frá Bretlandi, Hollandi, Kanada, Frakklandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi taka þátt í verkefninu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Í gær

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hættið að skjóta á bandarísk skip og við munum hætta að skjóta á ykkur“

„Hættið að skjóta á bandarísk skip og við munum hætta að skjóta á ykkur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“