fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Hollenskt skipafélag kaupir Thorship

Eyjan
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengið hefur verið frá samkomulagi um kaup hollenska skipafélagsins Cargow B.V. á öllum hlutabréfum í flutningafyrirtækinu Thor Shipping ehf. (Thorship). Eigendur Thorship, sem er einn af stofnendum Cargow, verða áfram í hluthafahópnum og verður flutningaþjónusta Thorship starfrækt undir óbreyttum merkjum sem dótturfélag skipafélagsins. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt sameininguna og er stefnt að því að ljúka samþættingu á starfsemi félaganna á næstu dögum. Um leið hefur nýr grunnur verið lagður að öflugri flutningsþjónustu til og frá landinu og styrkum stoðum rennt undir vandaða þjónustu við stærri sem smærri inn- og útflytjendur.

Samstarf félaganna tveggja hefur alla tíð verið mikið. Frá byrjun grundvölluðu þau bæði starfsemi sína á flutningum fyrir áliðnaðinn með Ísland, Noreg og meginland Evrópu sem viðkomustaði. Meginstef sameiningarinnar snýst um að tryggja það tvennt í senn að þjónustan við núverandi viðskiptavini muni í engu breytast nema til batnaðar um leið og til verði nýir og hagkvæmir valkostir sem auki samkeppni á íslenskum og alþjóðlegum flutningsmarkaði.

Enda þótt bakgrunnur og reynsla beggja félaganna sé einkum á sviði stórflutninga og nánu samstarfi við alþjóðleg flutningafyrirtæki, hefur áhersla beggja alla tíð verið rík á þjónustu við smærri sem stærri inn- og útflytjendur í alhliða flutningsþjónustu. Akstur og dreifing, skjalagerð, tollafgreiðsla og margþætt ráðgjöf um hagstæðustu flutningsleiðir hverju sinni eru á meðal daglegra viðfangsefna og gildir þá einu um hvort um er að ræða stórflutninga, frystiflutninga, heilgáma, lausavöru eða sérhæfð verkefni.

Samanlögð velta Cargow og ThorShip á þessu ári er áætluð um sjö milljarðar króna. Í flota félaganna eru sex skip með ríflega 60 þúsund tonna burðargetu og hafa þau vikulega viðkomu í helstu höfnum sínum. Samanlagt flutningsmagn árið 2020 var um 18.500 gámaeiningar og flutningur fyrir íslenska stóriðju nam um 1,4 milljónum tonna. Starfsmenn félaganna eru á fjórða tug talsins og viðskiptavinir tæplega eitt þúsund.

Höfuðstöðvar Cargow eru í Rotterdam í Hollandi en starfsemin á Íslandi verður rekin í húsakynnum Thorship við Selhellu í Hafnarfirði. Framkvæmdastjóri verður Stefán Héðinn Stefánsson. Rekstrar- og fjármálastjóri félaganna verður Ragnar Jón Dennisson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?