fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Nýir heimildarþættir BBC kynda undir kenningum um einelti Meghan Markle í garð starfsfólks

Fókus
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 16:00

Harry og Meghan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður Meghan Markle þvertekur fyrir að hertogaynjan hafi lagt starfsfólk Kensingtonhallar í svo mikið einelti að starfsfólkið hafi verið líkamlega úrvinda. Dagblaðið Times fjallaði um ásakanirnar í mars síðastliðnum og brást embætti bresku konungsfjölskyldunnar við með því að lýsa því yfir að málið væri litið alvarlegum augum og að rannsókn myndi hefjast þegar í stað.

Samkvæmt frétt Times var kvörtun um einelti og áreiti lögð fram í október árið 2018 þegar  Meghan og Harry dvöldu í Kensington-höll. Times vitnar í tölvupóst frá starfsmanni hallarinnar sem var lekið í fjölmiðla þar sem fram koma ásakanir um að Meghan hafi hrakið tvo aðstoðarmenn úr höllinni.

Ásakanirnar hafa nú gengið í endurnýjun lífdaga vegna nýrrar heimildarmyndar BBC – The Princess and the Press – sem fjallar um brotthvarf Harry og Meghan úr bresku konungsfjölskyldunni. Miklu púðri er eytt í áskanirnar um að hertogaynjan bandaríska hafi komið svo illa fram við starfsfólk sitt.

Í myndinni er haft eftir blaðamannum Valentine Low, þá sem skrifaði fréttina í The Times, að starfsfólkið hafi verið svo miður sín eftir framkomu Markle að það brotnaði niður nokkrum árum síðar blaðamaðurinn var að vinna að grein sinni og fá starfsfólkið til að rifja málið upp.

„Þau voru enn niðurbrotin vegna hegðunar hennar. Eitthvað fór greinilega úrskeiðis,“ segir Low.

Lögmaður Markle, Jenny Afia, segir hins vegar að margar rangfærslur séu í þessum sögusögnum en erfitt sé fyrir Meghan að bera hönd fyrir höfuð sitt. „Ef þú hefur ekki lagt einhvern í einelti, hvernig sannaru að svo sé,“ segir lögmaðurinn og vísar því, eins og áður segir, alfarið á bug að hertogaynjan hafi gerst sek um slíka hegðun.

Meghan hefur aldrei tjáð sig beint um ásakanirnar en á sínum tíma sagði talmaður hennar að hertogaynjan væri „afar leið“ yfir „nýjustu árásunum á hennar persónu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“