Allir starfsmenn fyrirtækisins, um 20.000 talsins, fá þrjá aukafrídaga og sérstaka bónusgreiðslu.
Sala á Lego hefur aukist mikið á tímum heimsfaraldursins og vöxtur fyrirtækisins í Kína hefur verið góður og hraður. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að eigendur þess vilji þakka starfsmönnunum fyrir góð störf með því að gefa þeim þrjá aukafrídaga nú í árslok.
Hagnaður fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins var 6,3 milljarðar danskra króna. Veltan jókst um 46% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tíma á síðasta ári.
Starfsmennirnir fá bónusinn greiddan í apríl á næsta ári.