Sigurvegari Rímnaflæðis 2021 er Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, Ragga Rix frá félagasmiðstöðinni Tróju Akureyri. Hún er 13 ára og gengur í Brekkuskóla.
„Ég byrjaði að rappa 8 ára með systur minni.Við stofnuðum rappsveitina Blauta sokka og sömdum nokkur lög. Systir mín gafst upp á frægðinni en ég hélt áfram,“ segir Ragga.
Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins, sem fyrst var haldin árið1999 og fór fram á netinu í ár vegna sóttvarnaraðgerða. Rímnaflæði hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Keppendur í Rímnaflæði eru á aldrinum 13-16 ára og er skilyrði að textar séu samdir af keppendum, en lög og taktar þurfa ekki að vera frumsamin. Átta keppendur tóku þátt í ár, þar af þrír af landsbyggðinni.
Þorsteinn Michael Guðbjargarson frá félagsmiðstöðinni Þrumunni í Grindavík hafnaði í öðru sæti og Georg Ari Devos frá félagsmiðstöðinni Gleðibankinn í Reykjavík var valinn efnilegasti rapparinn.
Ragga Rix sigraði með laginu „Mætt til leiks“ og hefur textinn, sem lesa má hér neðst, vakið verðskuldaða athygli en þar segist hún vera komin með nóg af typpamyndum.
Hvað veitti þér innblástur að textanum?
„Persónuleg reynsla fyrst og fremst. Ég er orðin fokking drullu þreytt á því að fá sendar typpamyndir, ekki bara ég heldur líka stelpur í kringum mig. Mig langaði til að vekja athygli á hversu fáránlega algengt þetta er og algjörlega óþolandi. Síðan er ég líka að flexa landsbyggðina. Það er rosa algengt að keppendur séu að flexa hverfið sitt en ég kem og reppa heilan landshluta, Norðurland eystra.“
Ertu í alvöru að fá typpamyndir? Er það ekki glatað?
„Já, og það sökkar feitt. Ég blokka alla gaura sem senda mér svona myndir en það er sorglegt að strákar í dag séu svona vitlausir.“
Hvernig varð þér við þegar þú komst að því að þú hefðir unnið?
Ég var himinlifandi. Þetta kom mér á óvart, ég hélt að einhver stærri félagsmiðstöð myndi vinna en mig grunar að allt Norðurland Eystra hafi kosið mig. Ég er búin að vinna lengi í þessu lagi og hafði mikið fyrir því að semja textann og æfa hann, svo það var gaman að vinna.
En hvað tekur við núna vegna sigursins?
„Ég ætla að halda áfram að skrifa og semja. Ég er mjög hrifin af rappi og hvet alla sem tóku þátt í keppninni til þess að halda áfram. Ég hlakka til að sjá keppnina á næsta ári og er mjög spennt að fylgja þessu eftir.“
Hún er með Youtube-rásina Ragga Rix þar sem hægt er að sjá fleiri lög. Uppáhalds rappararnir hennar eru meðal annars Nas, Kendrick Lamar, Eminem og Sulka frá Danmörku.
Hér er sigurlag Rímnaflæðis og textann má lesa fyrir neðan.
Mætt til leiks með Röggu Rix (Rímnaflæði 2021)
Setjið upp grímur, sprittið á ykkur hendurnar
Þessar hérna rímur er’úr öðrum landshluta
Póstúmerið mitt? Hærra en ykkar samanlagt
Þekkiru ekki hreiminn? Þett’er fokking norðlenska!
Og ég mun tak’etta sjitt yfir á næsta plan.
Fylgdu mér á Instagram, veit þú verður mega fan
Ég er ísköld en á sama tíma sjóðheit
(tjiss) hundrað prósent selfmade!
Ekki fake eins og rassinn á Kim K
Ég er meistari, é’r Cassius Clay!
Keep’essu real, valdi þetta góða líf.
Reppa góðan stíl frá Grenevík til Teneríf
Legg mig alla fram, tek mér aldrei frí.
Fæ sexþúsund views ef ég fer í Sóttkví!
Grjótharðar rímur, flyt þær eins og snjóflóð.
Ég er ekki bara góð, ég er snaróð,
með mad flow, lets’go! Hendi í klikkað show.
Kem með nýtt blóð – næsta kynslóð
Go home Ragga Hólm! Og hver er Ragga Gísla?
Nýtt nafn! Það er Ragga Rix y’all!
Viðlag:
Þett’er búið! Því ég er mætt til leiks.
Það getur enginn hérna rappað eins og Ragga Rix!
Ég er sú besta og þú veist það
og ég kem frá Norðurlandi eystra
Vers 2
Mér liggur soldið á hjarta en vil ekki vera að kvarta.
Skólinn er fokking pirrandi, soldið eins og varta.
Krakkar með kvíða horfa á tímann líða.
Nokkrir með læti, hinir sitja og bíða.
Strákar tal’um typpið á sér og að fá að ríða.
Kennarinn má ekkert segja, enginn nennir að hlýða
Orðið svoldið skrítið að hlusta á typpatal á repeat
Finnst það frekar creepy með snappið fullt af dp’s
04 dudes að biðja um nudes frá 08
For real!? Held þú eigir eitthvað bágt mahr.
Sorrý gaur, nenni ekki að sjá á þér typpið.
Orðin drulluþreytt á þessu sandkassa sjitti.
Er með markmið, læt mig dreyma.
Stefni hátt, er óhrædd við að reyna.
Ég skil ykkur hin öll eftir heima.
Viltu feta í mín fótspor, þá þarftu að læra að reima!
Viðlag:
Þett’er búið! Því ég er mætt til leiks.
Það getur enginn hérna rappað eins og Ragga Rix!
Ég er sú besta og þú veist það
og ég kem frá norðurlandi eystra
Vers 3
Já, ég er að flexa! É’r next level eins og tesla.
Thug life foreva! Ég er AK- city hustla!
Yo! Stay true stay loyal!
Þið vitið hver þið eruð, takk fyrir Trója!
Ekki reyna að bögga mig, er eftirlýst af löggunni.
Tek ett’allt á hörkunni fokkar ekki í Röggu Rix.
Ówn’etta shitt, þarf enga heppni.
Ég lærði af Erpi, og ég mun vinna þessa keppni!
Sama þótt þú hatir mig, ég fíla þessa athygli.
Viltu sjéns? Kannski í næsta lífi aumingi!
Enginn sagði etta yrði easy mothefucka!
En lítt’á mig – ég tek lýsi mothefucka!
Ég þarf ekkert beat! Slæ í gegn eins og Bruce Lee
— Og ég fæ mér stundum múslí.
Já, ég stal rímu af Magga Mix
Mundu nafnið Bitch, það er Ragga Rix.