Stjörnukírópraktorinn og áhrifavaldurinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, er einn helsti tískumógúll landsins. Aðdáendur hans komust í feitt um helgina því Gummi fór yfir hvað sé komið í tísku og hvað sé dottið úr tísku í Story á Instagram.
Gummi er mikill smekkmaður og hefur mikinn áhuga á merkjavörum. Hann og kærasta hans, athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta, kaupa sér reglulega tískuvörur frá lúxusmerkjum eins og Gucci, Fendi og Yves Saint Laurent og birta myndir af hnossgætunum á Instagram.
Kírópraktorinn fór yfir þrennt sem hann segir að sé sjóðandi heitt í dag og þrennt sem er ekki lengur töff. Hann viðurkennir að eitt þeirra verður örugglega umdeilt. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir fólk í þröngum gallabuxum og leðurjakka.
3 hlutir sem eru „sjóðandi heitir“ samkvæmt Gumma Kíró
3 hlutir sem eru ekki inni samkvæmt stjörnukírópraktornum
Yeezy er tískumerki rapparans Kanye West, sem kallar sig Ye í dag.
„Þessi verður umdeildur,“ segir Gummi.
Hann birtir síðan nokkrar myndir af sér þar sem má sjá hann rokka ljósan „statement“ jakka. Eitt er þó víst, við munum ekki koma til með að sjá hann í leðurjakka í nálægðri framtíð.