Búist er við að ríkisstjórnin tilkynni þetta síðar í dag. NTV-sjónvarpsstöðin skýrir frá þessu.
Áður höfðu Japanar hert reglur um komur fólks til landsins frá nokkrum ríkjum í sunnanverðri Afríku en þar hefur afbrigðið náð að skjóta rótum og kom fyrst fram á sjónarsviðið. Fólk sem kemur frá þessum ríkjum þar að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Japan.
Ekki er enn vitað hvort bóluefni veiti vernd gegn Omikron en Japanar ætla ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna á því og loka því landinu. Þeir ætla einnig að hefjast handa við að gefa örvunarskammta af bóluefnum í næsta mánuði.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur ástæðu til að hafa áhyggjur af Omikron en afbrigðið hefur nú fundist í nokkrum Evrópuríkjum, þar á meðal Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og Ítalíu, auk Ástralíu og Kanada.