fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Japanar loka landinu vegna Omikron

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 05:57

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið nýuppgötvaða Omikronafbrigði kórónuveirunnar veldur miklum áhyggjum um allan heim því talið er að afbrigðið sé enn meira smitandi en Deltaafbrigðið sem hefur verið ráðandi víðast um heiminn síðustu mánuði. Nú hafa japönsk stjórnvöld ákveðið að loka landinu fyrir öllum til að koma í veg fyrir að veiran sleppi inn í landið.

Búist er við að ríkisstjórnin tilkynni þetta síðar í dag. NTV-sjónvarpsstöðin skýrir frá þessu.

Áður höfðu Japanar hert reglur um komur fólks til landsins frá nokkrum ríkjum í sunnanverðri Afríku en þar hefur afbrigðið náð að skjóta rótum og kom fyrst fram á sjónarsviðið. Fólk sem kemur frá þessum ríkjum þar að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Japan.

Ekki er enn vitað hvort bóluefni veiti vernd gegn Omikron en Japanar ætla ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna á því og loka því landinu. Þeir ætla einnig að hefjast handa við að gefa örvunarskammta af bóluefnum í næsta mánuði.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur ástæðu til að hafa áhyggjur af Omikron en afbrigðið hefur nú fundist í nokkrum Evrópuríkjum, þar á meðal Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og Ítalíu, auk Ástralíu og Kanada.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga