fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Bjóða upp á sýningu Ég man þig í Bakka, tökustað myndarinnar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 29. mars 2018 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Ég man þig, sem gerð er eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur, var að hluta kvikmynduð í Bakka í Grindavík, sem er ein elsta uppistandandi verbúð á Suðurnesjum. Minja- og sögufélag Grindavíkur eignaðist húsið í maí 2015 og hefur síðan unnið að því að gera það upp.

Til allrar hamingju fyrir framleiðendur myndarinnar voru framkvæmdir við Bakka enn á undirbúningsstigi þegar tökur voru að byrja, en að þeirra sögn var húsið eins og klippt út úr þeirra draumahugmyndum um tökustað fyrir myndina. Tökur fóru fram í lok árs 2015.

„Félagið hyggst gera húsið upp og hefja til vegs og virðingar að nýju. Vonir standa til að í framtíðinni muni það hýsa byggðasafn okkar Grindvíkinga og aðra menningartengda starfsemi,“ segir Marta Karlsdóttir, sem er gjaldkeri félagsins.

Fyrir stuttu bauð félagið upp á sýningu á Ég man þig,  Bakka og verður önnur sýning nú um páskana, 30. mars klukkan 20. Miðaverð er 500 krónur og rennur til uppbyggingar hússins og komast færri að en vilja, en einungis 30 geta séð myndina í hvert sinn. Er líklega einsdæmi að hægt sé að sjá kvikmynd hér á landi á tökustað hennar.

Þeir sem vilja taka þátt í starfi Minja- og sögufélagsins geta fundið félagið á Facebook og kíkt á opna fundi í Kvennó sem eru flest miðvikudagskvöld klukkan 20.00.

Sýningarsalurinn í Bakka.
Eftir fyrri sýninguna er búið að uppfæra að hluta í VIP-aðstöðu.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“