Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Til að mynda var tilkynnt um þjófnað úr þremur verslunum, í Kringlunni, 101 Reykjavík og í Hafnarfirði.
Rétt fyrir klukkan 20 í gærkvöldi var tilkynnt um einstakling í annarlegu ástandi sem var að áreita vegfarendur í 105 Reykjavík. Einstaklingurinn sem um ræðir var vistaður í fangaklefa og verður þar þangað til búið er að renna af honum.
Lögreglan stöðvaði talsvert af bifreiðum vegna gruns um að ökumenn væru undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Ljóst er að Covid-takmarkanirnar koma ekki í veg fyrir að fólk skemmti sér því þegar líða fór á nóttina var lögreglu tilkynnt um samkvæmishávaða víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.