fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Landspítalinn sendir frá sér yfirlýsingu vegna Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 17:31

Skúli Tómas Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítalinn hefur sent til fjölmiðla yfirlýsingu vegna máls Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, fyrrverandi yfirlæknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), en Skúli sætir lögreglurannsókn vegna gruns um að bera ábyrgð á dauða sex sjúklinga.

Skúli missti lækningaleyfi sitt tímabundið eftir niðurstöðu Landlæknis í máli konu sem Skúli setti á lífslokameðferð að ósekju, er hún kom til hvíldarinnlagnar á HSS. Honum var síðan veitt takmarkað starfsleyfi og hóf störf á Landspítalanum. Fyrir skömmu síðan var takmarkað starfsleyfi Skúla endurnýjað í eitt ár. Hefur það vakið mikla gagnrýni.

Í yfirlýsingu Landspítalans er Skúli ekki nefndur á nafn en sagt að hann hafi verið í endurmenntunar- og þjálfunarferli á Landspítalanum, undir handleiðslu og nánu eftirliti sérfræðinga:

„Landspítali hefur kynnt sér þær upplýsingar sem fram koma í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því 4. nóvember og staðfestur var í Landsrétti nýlega. Spítalinn mun fylgjast með framvindu þessa máls, bæði hjá lögreglu og embætti landlæknis, og grípa til aðgerða um leið og tilefni er til. Embætti landlæknis veitti viðkomandi heilbrigðistarfsmanni endurnýjun á takmörkuðu lækningaleyfi í byrjun nóvember á þessu ári og gildir það til 12 mánaða. Á grundvelli hins takmarkað leyfis frá landlækni hefur umræddur læknir verið í endurmenntunar- og þjálfunarferli á Landspítala, undir handleiðslu og nánu eftirliti sérfræðinga spítalans í lyflækningum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“

Logi í leynilegri upptöku: „Mannorðið mitt er bara ónýtt. Ég er rekinn í fyrsta sinn á ævinni“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“

Guðna líst ekkert á blikuna: „Ég spyr ráðamenn þjóðarinnar HVENÆR ER NÓG NÓG?“
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Í gær

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf
Fréttir
Í gær

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt
Fréttir
Í gær

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku