fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Íslenskir veiðimenn uggandi eftir tíðindi dagsins- „Um er að ræða skæðasta og hættulegasta veirusjúkdóm sem þekkist í laxeldi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 26. nóvember 2021 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í dag að veira sem valið getur sjúkdómnum blóðþorra í laxi (ISAInfectious salmon anemia“ hafi greinst í eldisfiski úr sjókví Laxa fiskeldis ehf. í Reyðarfirði. Enn á eftir að staðfesta greininguna með frekari prófunum en ef rétt reynist er um fyrsta tilvik þessarar veiru í laxi að ræða hér á landi. Rétt er að taka fram að veiran er skaðlaus mönnum og berst ekki með fiskafurðum.

Landssamband veiðifélaga hefur nú sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem þeir segja málið skelfileg tíðindi fyrir íslenska náttúru og sjókvíaeldi á Íslandi.

„Um er að ræða skæðasta og hættulegasta veirusjúkdóm sem þekkist í laxeldi og er þetta í fyrsta skipti sem sjúkdómurinn kemur upp hér á landi. Ljóst er að afleiðingarnar fyrir íslenska náttúru og sjókvíaeldi hér á landi geta orðið gríðarleg,“ segir í yfirlýsingu.

Landssamband veiðifélaga segist hafa verulegar áhyggjur af þessum tíðindum og telur mikilvægara en nokkru sinni fyrr að vanda vinnubrögð við slátrun og förgun á hinum sýkta laxi og eins ætti að slátra öllum laxi í kvíum í Reyðarfirði vegna smithættu.

„Sambandið telur einnig að slátra eigi öllum laxi í kvíum í Reyðarfirði vegna hættu á smitum og afturkalla rekstrarleyfi í firðinum þar til tryggt er að komist hafi verið fyrir sýkinguna.“

Landssambandið segist harma þá stöðu sem nú er komin upp en smitsjúkdómar í sjókvíaeldi séu mikil ógn við íslenska náttúru og villta laxastofna.

„Slíkir sjúkdómar, ásamt hættu á erfðablöndun við villta stofna, laxalús og mengun, eru meginástæða þess að laxeldi í opnum sjókvíum er ótæk aðferð við matvælaframleiðslu.“

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Efni: Skelfileg tíðindi fyrir náttúruna og áfall fyrir sjókvíaeldi á Íslandi

ISA-veiran sem veldur sjúkdómnum blóðþorra í laxi hefur greinst í sjókví hjá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði. Um er að ræða skæðasta og hættulegasta veirusjúkdóm sem þekkist í laxeldi og er þetta í fyrsta skipti sem sjúkdómurinn kemur upp hér á landi. Ljóst er að afleiðingarnar fyrir íslenska náttúru og sjókvíaeldi hér á landi geta orðið gríðarleg.

ISA-veiran getur borist langa leið með hafstraumum og setur aðra fiskistofna í verulega hættu sem og alla laxfiska í sjókvíum hér á landi. Ekki er ljóst hvernig veiran barst í kví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði enda hefur hún til þess ótal leiðir. Landssamband veiðifélaga hefur hins vegar ítrekað gert athugasemdir við að erlendir brunnbátar séu notaðir hér við land enda ljóst að sótthreinsun á heilum skipum er vandasamt verkefni.

 Veiran er þess eðlis að slátra þarf öllum sýktum fiski og farga á þann hátt að tryggt sé að veiran berist ekki áfram. Sjúkdómurinn blóðþorri hefur haft gríðarleg áhrif í þeim löndum sem hann hefur komið upp, t.d. Noregi, Færeyjum og Chile, enda geta afföll af hans völdum numið meira en 90%.

 Landssamband veiðifélaga hefur verulegar áhyggjur af þessum fréttum og telur mikilvægara nú en nokkru sinni að vinnubrögð við slátrun og förgun á hinum sýkta laxi verði vönduð og undir ströngu eftirliti. Sambandið telur einnig að slátra eigi öllum laxi í kvíum í Reyðarfirði vegna hættu á smitum og afturkalla rekstrarleyfi í firðinum þar til tryggt er að komist hafi verið fyrir sýkinguna.

 Landssamband veiðifélaga harmar þá stöðu sem komin er upp en eins og Sambandið og önnur náttúruverndarsamtök hafa margsinnis bent á undanfarið eru smitsjúkdómar í sjókvíaeldi mikil ógn við íslenska náttúru og villta laxfiskastofna. Slíkir sjúkdómar, ásamt hættu á erfðablöndun við villta stofna, laxalús og mengun, eru meginástæða þess að laxeldi í opnum sjókvíum er ótæk aðferð við matvælaframleiðslu

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Í gær

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára

BM Vallá og UNICEF á Íslandi undirrita samstarfssamning til þriggja ára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni

Ákæran gegn Sigurði Fannari birt: Játar hvorki né neitar því að hafa banað dóttur sinni