Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-0 sigur á Japan er liðin mættust í vináttuleik í kvöld. Leikið var á Yanmar vellinum í Japan.
Hin 18 ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir byrjaði á milli stanganna í kvöld. Agla María og Sveindís Jane byrjuðu á köntunum og Svava Rós Guðmundsdóttir byrjaði í fremstu víglínu.
Sveindís Jane kom Íslandi yfir á 14. mínútu eftir sendingu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og staðan 1-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inn á sem varamaður fyrir Karólínu Leu eftir rúmlega klukkutíma leik og bætti við marki átta mínútum síðar.
Glódís Perla gaf á Sveindísi Jane sem sendi boltann fyrir markið þar sem Berglind Björg var mætt og skoraði fram hjá Kakiko í marki Japans. Meira var ekki skorað í leiknum og góður 2-0 sigur Íslands staðreynd.
Japan er í 13. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, þremur sætum fyrir ofan Ísland.
Japan 0 – 2 Ísland
0-1 Sveindís Jane Jónsdóttir (’14)
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (’70)