fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Þorgrímur ætlar að fá sér áfengi í fyrsta skipti í lokuðu herbergi með Guðna Bergs – „Ég má ekki segja frá þessu en ég ætla samt að gera það“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 11:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson er annálaður bindindismaður en hann hefur aldrei tekið sopa af ágengi. Í þættinum Mannamál sem sýndur var á Hringbraut í gær spurði Sigmundur Ernir, stjórnandi þáttarins, hvers vegna Þorgrímur hefði aldrei byrjað að drekka.

„Ég er oft spurður að þessu. Ég varð nánast fyrir ein­elti sem ungur maður úti á lífinu, allir að bjóða mér í glas og ég sagði alltaf bara nei takk. Ég hefði örugg­lega verið hug­rakkari, átt kærustur og gert ein­hverja vit­leysu ef ég hefði verið að nota á­fengi. Ég tók bara á­kvörðun, ég veit ekki hve­nær það var,“ segir Þor­grímur.

„Þegar ég fór að horfa upp á vini mína unga að aldri, ég var að keyra þá heim, hátta þá, svæfa þá og svo vöknuðu þeir morguninn eftir og spurðu hvað hefði gerst í gær. Ég nennti ekki að vera þarna. Ég er bara stoltur bindindis­maður.“

Þorgrímur hefur þó ekki útilokað að hann muni fá sér í glas. „Einhvern tímann sagðirðu við mig að þú værir kannski skemmtilegri með víni,“ segir Sigmundur við hann í þættinum og þá segir Þorgrímur frá leyndarmáli.

„Ég er ekki frá því! Ég er búinn að lofa – ég má ekki segja frá þessu en ég ætla samt að gera það – ég er búinn að lofa Guðna Bergssyni vini mínum að einhvern tímann loka okkur inni í herbergi með eina myndavél, hella mig fullan og sjá hvað gerist. Ég veit ekki hvað mun gerast.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír taldir vera höfuðpaurar í málinu

Manndrápsmálið: Þrír taldir vera höfuðpaurar í málinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trausti segir okkur hafa sloppið með skrekkinn í byrjun mánaðar

Trausti segir okkur hafa sloppið með skrekkinn í byrjun mánaðar
Fréttir
Í gær

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Í gær

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið
Hide picture