Kona lést í umferðarslysi á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík á níunda tímanum í morgun. Tilkynning um að ekið hafi verið á gangandi vegfaranda barst kl. 8.32 og um tíma var lokað fyrir umferð á svæðinu.
Í fyrstu fréttum af slysinu frá lögreglu á vettvangi kom fram að konan hefði verið flutt mikið á slysadeild.
Mikill viðbúnaður var á svæðinu og var vart þverfótað fyrir lögreglu-, sjúkra-, og slökkviliðsbílum.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa muni rannsaka tildrög slyssins.