NBC News skýrir frá þessu. Lögreglan segir að heimilislausa fólkið hafi síðan sest að í húsinu og ekki skýrt neinum frá andláti Payne sem var 82 ára þegar hún lést. Hún hafði búið í húsinu síðan 1999.
En lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári hinna heimilislausu. Þeir eru ekki grunaðir um morð eða neitt því líkt en hins vegar um ósæmilega meðferð á líki Payne og að hafa selt bíl hennar og fleiri eigur og nýtt peningana í eigin þágu.
Lögreglan telur að engin hafi veitt því eftirtekt að Payne var látin því hún bjó ein, átti ekki neina nána ættingja og allir reikningar voru greiddir með beingreiðslum.
Nágrannar hennar segja að húsið hennar hafi virst mannlaust árum saman.
Það var í apríl sem lögreglunni barst ábending frá nágranna sem sagðist hafa heyrt að einhver var að grafa í garði Payne. Lögreglan fann lík hennar grafið í garðinum.
Ekki var hægt að skera úr um dánarorsök hennar.