fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Dularfullt hvarf ellilífeyrisþega – Skelfileg uppgötvun á tjaldstæði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 22:30

Russell Hill og Carol Clay. Mynd:Victoria Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta hófst sem leynilegt ástarævintýri en endaði sem harmleikur, að minnsta kosti er ekki annað að sjá. Í um átján mánuði hefur ekkert spurst til Russell Hill, 74 ára, og vinkonu hans, hinnar 73 ára Carol Clay.

Ekkert hefur spurst til þeirra síðan 20. mars 2020 en þá voru þau í tjaldútilegu í Wonnagatta Valley í Alpine þjóðgarðinum í Ástralíu. Hann er um 200 kílómetra norðaustan við Melbourne.

Það eru þó ákveðnar vísbendingar í málinu en þær eru í óhugnanlegri kantinum. Tjaldið þeirra fannst brunnið á tjaldstæðinu þar sem þau höfðu komið sér fyrir. Bíll Russell bar þess einnig merki að hafa verið í návígi við logana.

Nýlega handtók lögreglan 55 ára flugmann sem er grunaður um að vera valdur að hvarfi Russell og Carol. Ættingjar þeirra vona að nú komist lögreglan eitthvað áleiðis við rannsókn málsins en þeir hafa lifað í óvissu mánuðum saman um örlög ástvina sinna. ABC News skýrir frá þessu.

Svona var aðkoman á tjaldstæðinu. Mynd:Victoria Police

Í viðtölum fjölmiðla við ættingja þeirra hefur komið fram að þeir vissu ekki um ástarsambandinu sem stóð líklegast yfir áratugum saman.

„Þetta er mjög erfitt. Það verður ekki auðveldara þegar maður veit ekkert með vissu. Allt er svo óvíst, hann hvarf bara,“ sagði Debbie, dóttir Russell, við BBC. Eiginkona hans, Robyn, sagðist vonast til að handtakan verði til þess að málið skýrist. Hún hafði ekki hugmynd um ástarævintýri eiginmannsins og hvað þá að hann hefði farið í tjaldferðalag með Carol.

Hinn handtekni var handtekinn á mánudaginn. Hann þekkir svæðið, þar sem Russell og Carol tjölduðu, mjög vel og bíll hans hefur ákveðin tengsl við málið. Manninum hefur nú verið vikið frá störfum hjá flugfélaginu Jetstar, að minnsta kosti tímabundið.

ABC News segir að lögreglan vilji ekki tjá sig frekar um málið að sinni annað en að rannsókn standi yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin