fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Líklegt að rafleiðni sjáist í Gígjukvísl í dag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 07:59

Grímsvötn. Mynd úr safni Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Magnússon, jöklafræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segist telja líklegt að rafleiðni fari að sjást í Gígjukvísl í dag eða á næsta sólarhring. Ef svo fer þá bendir það til að hlaup sé hafið í Grímsvötnum.

Þetta er haft eftir honum í Morgunblaðinu í dag. Stundum hafa eldgos fylgt í kjölfar Grímsvatnahlaupa en ekki er hægt að segja til um hvort það gerist nú. Haft er eftir Eyjólfi að ólíklegt sé að um falska viðvörun sé að ræða eins og í fyrra. Þá hafi óheppni valdið því að mastur á nokkuð nákvæmu mælitæki fór að hallast og því mældist lækkun á íshellunni. „Það er ekkert svoleiðis í gangi núna. Það er greinilegt að það er sig núna,“ sagði hann.

Fréttablaðið hefur eftir Þorvaldi Þórðarsyni, eldfjallafræðingi, að það geti tekið tíma áður en í ljós kemur hvort hlaup sé að hefjast í Grímsvötnum. Hann sagði að þau teikn sem nú sjáist séu eins og þau sem oft boða hlaup. „Við sjáum sig á íshellunni, lækkun á yfirborði á Grímsvatni sjálfu, sem er stöðuvatnið ofan í öskjunni á Grímsvötnum. Ef það flæðir út úr henni og vatnið finnur sér leið undan ísnum þá tæmist hluti af Grímsvötnum, vatnið flæðir niður og kemur síðan neðan við endann á skriðjöklinum. Þetta getur tekið nokkra daga, jafnvel viku. Þá eykst bara vatnslagið, stundum mjög mikið,“ sagði hann og benti á að Grímsvatnahlaup leiði ekki endilega til goss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill