fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Herða sóttvarnaaðgerðir í Danmörku – Andlitsgrímur og kórónupassi í aðalhlutverki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 06:59

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í um hálft ár hafa Danir getað sleppt því að nota andlitsgrímur á almannafæri en nú stefnir í að frá og með næsta mánudegi verði aftur tekin upp skyld til að nota andlitsgrímur í verslunum, almenningssamgöngum, heilbrigðiskerfinu og víðar. Farsóttarnefnd þingsins fundar um málið í dag.

Magnus Heunicke, heilbrigðisráðherra, tilkynnti í gær að ríkisstjórnin muni óska eftir því að farsóttarnefnd þingsins samþykki tillögur ríkisstjórnarinnar um að aftur verði tekin upp skyldunotkun á andlitsgrímum í verslunum, almenningssamgöngum, hárgreiðslustofum, nuddstofum, heilbrigðiskerfinu og víðar. Tillaga ríkisstjórnarinnar byggist á tillögu frá sérfræðihópi sem er henni til ráðgjafar um aðgerðir gegn heimsfaraldrinum.

Einnig vill ríkisstjórnin gera ríkisstarfsmönnum skylt að framvísa svokölluðum kórónupassa á vinnustað sínum en hann er vottorð um bólusetningu eða neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Einnig á að krefja fólk um kórónupassa í menntastofnunum, þeir sem starfa við umönnun aldraðra eiga einnig að framvísa slíkum passa sem og þeir sem sækja viðburði þar sem fleiri en 100 koma saman innanhúss og fleiri en 1.000 utanhúss. Nú þegar þarf að framvísa kórónupassa á veitingastöðum og kaffihúsum.

Heunicke sagði að faraldurinn væri nú kominn á annað stig en í haust. Deltaafbrigði veirunnar sé bráðsmitandi og valdi vandræðum. Af þeim sökum þurfi að grípa til þessara aðgerða. Hann sagði að markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda landinu opnu í vetur og forðast umfangsmiklar lokanir á samfélagsstarfsemi eins og gripið var til síðasta vetur.

Farsóttarnefnd þingsins fundar klukkan 17 og þarf meirihluti hennar að styðja tillögu ríkisstjórnarinnar til að sóttvarnaaðgerðir verði hertar. Talið er að meirihluti nefndarmanna styðji tillöguna því stuðningsflokkar ríkisstjórnarinnar eru jákvæðir í garð tillögunnar sem og sumir af borgaralegum flokkunum.

Faraldurinn hefur verið í vexti að undanförnu. Í gær greindust 4.426 smit og 435 COVID-19-sjúklingar lágu á sjúkrahúsum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin