„Þetta virðist ekki vera mikið í ljósi þess að COVID-19 hefur orðið fjórum milljónum að bana. Sannleikurinn er því miður bara sá að ef ekkert verður að gert munu 10 milljónir látast árlega um miðja öldina vegna skorts á nýjum sýklalyfjum. Það eru tvöfalt fleiri en deyja af völdum sykursýki í dag og fleiri en deyja af völdum krabbameins í dag,“ sagði Thomsen í samtali við Finans og sagði að þetta vandamál sé „næst algengasta dánarorsökin á eftir hjarta- og æðasjúkdómum“.
Það er því um að ræða stórt og mikið heilbrigðisvandamál sem getur hugsanlega orðið stærra en krabbamein og COVID-19 hvað varðar fjölda dauðsfalla og kostnaðar. Ef ekkert verður að gert núna er hætta á að afleiðingarnar verði skelfilegar.
Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er að fjölónæmum bakteríum, sem eru bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum, fjölgar sífellt um allan heim. Ástæðan er vaxandi notkun á sýklalyfjum í heilbrigðiskerfinu og matvælaiðnaðinum. Það bætir ekki úr að ekki er að sjá að nýjar tegundir sýklalyfja séu á leið á markaðinn í fyrirsjáanlegri framtíð.