Þetta kemur fram í tölum sem Robert Koch stofnunin, sem sér um samantekt á upplýsingum um heimsfaraldurinn í Þýskalandi, sendi frá sér í morgun. 83,8 milljónir búa í þessu fjölmennasta ríki ESB.
Þar hafa 100.119 látist af völdum COVID-19 en í heildina hafa 5,57 milljónir greinst með veiruna.
Heldur dró úr smitum í vor og sumar en frá því í byrjun október hefur þróunin bara verið á einn veg, upp og það hratt. Mörg sambandsríki hafa brugðist við þessu með því að grípa til sóttvarnaaðgerða.
Á mánudaginn sagði Jens Spahn, heilbrigðisráðherra, að áður enn en veturinn er liðinn verði flestir „bólusettir, búnir að jafna sig af smiti eða dánir“.
68% þjóðarinnar hafa lokið bólusetningu og um 2% hafa fengið einn skammt.
Þýskaland er ekki eina Evrópulandið sem hefur rofið 100.000 dánartölumúrinn því Frakkar hafa einnig rofið hann en í gær höfðu 118.653 dauðsföll verið skráð þar frá upphafi faraldursins. En Ítalir hafa einnig rofið þennan sorglega múr en þar hafa 133.330 látist.