Flemming Mogensen, sem játaði að hafa myrt Freyju Egilsdóttur með hrottafengnum hætti á heimili hennar í Malling á Jótlandi þann 29. janúar síðastliðinn, hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi. Dómur þess efnis var kveðinn upp rétt í þessu í dómshúsinu í Árósum. Flemming var dæmdur í 10 ára fangelsi árið 1996 fyrir að hafa banað barnsmóður sinni, Kristina Hansen.
Blaðamaður DV var viðstaddur réttarhöldin og dómsuppkvaðningu sem gekk hratt fyrir sig í ljósi þess að játning lá fyrir.
Hér má lesa lýsingar blaðamanns úr dómsal í tveimur hlutum:
Réttarhöldin yfir morðinga Freyju hafin í Árósum – Hryllilegar lýsingar úr dómssal
Morðingi Freyju var líklegur til að beita nákomna ofbeldi – Afar hættulegur samkvæmt geðlæknum
Morðinginn var síðan færður á brott af fangavörðum og fluttur aftur í fangelsið í Silkeborg þar sem hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði.