Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun vera viðstaddur þingsetningu síðar í dag og taka tímabundið sæti á Alþingi að nýju. Þingsetningarathöfnin hófst núna kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni.
Ástæðan er sú að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, er kominn í sóttkví, og getur því ekki verið viðstaddur athöfnina. Blessunarlega er þó ráðherrann einkennalaus og kennir sér einskis meins.
Eins og frægt varð datt Brynjar útaf þingi á lokametrum talningarinnar í síðustu alþingiskosningum. Hann hefur síðan legið undir feldi varðandi næstu skref sín en meðal annars hefur sá orðrómur verið á kreiki að hann ætli að skella sér í borgarmálin.